fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Heilbrigðisráðherra krafin um skýrslu vegna flutningar skimunar fyrir krabbamein í leghálsi

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 17:05

Svandís Svavarsdóttir,

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar lagði í dag fram beiðni um að heilbrigðisráðherra láti vinna skýrslu fyrir Alþingi um forsendur og áhrif breytinga á skipulagi skimunar fyrir krabbameini í leghálsi. Skýrslan verði unnin af óháðum aðila. Að baki beiðninni eru, auk alls þingflokks Viðreisnar, fulltrúar Samfylkingarinnar, Miðflokksins og Pírata.

Skimun varðar heilsu og líf kvenna og mikilvægt er að traust ríki í garð heilbrigðiskerfisins og sátt sé um fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu. Markmiðið með skýrslubeiðni er að stuðla að því unnt verði að efla traust kvenna og alls almennings til kerfisins. Rýna þarf forsendur að baki þeirri ákvörðun heilbrigðisráðherra að semja við erlenda rannsóknarstofu um að sinna greiningum á sýnum sem og samráð heilbrigðisráðuneytis áður en ákveðið var að flytja vinnuna til Danmerkur.

Sjá nánar: Viðtal við framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins

Í skýrslunni skuli könnuð áhrif flutningsins á kostnað við greiningu sýna, áhrif breytinganna á öryggi skimunar, meðal annars vegna aðgengis, flutninga og samskipta milli landa og áhrif á sérhæfð störf við greiningar hérlendis sem og áhrif á aðra rannsóknar- og greiningarvinnu hérlendis.

Skýrsluna í heild má finna hér: https://www.althingi.is/altext/151/s/0940.html

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Wolt í samstarf við Domino´s

Wolt í samstarf við Domino´s
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“