fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Brynjar sakar Þorvald um spillingu – „Menn sem ólust upp í aftursæti ráðherrabifreiðar eiga síst allra að mæla og meta spillingu hjá öðrum.“

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 10:49

Mynd: samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, birti pistil á Vísi í dag þar sem hann ræðir m.a. lagabreytingar sem sporna við spillingu, samtökin Gagnsæi og Bertelsmann Foundation, og þá sem standa á bak við þessi samtök.

„Settar hafa verið siðareglur og gerðar auknar kröfur um hagsmunaskráningu þeirra sem fara með opinbert vald. Aukið gagnsæi í opinberum innkaupum með lögum frá árinu 2016. Rannsókn og saksókn í efnahagsbrotum bætt til muna og refsingar fyrir mútur þyngdar. Þá tóku gildi á síðasta ári lög um vernd uppljóstrara og varnir efldar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þar sem þessi mæling og þróun á spillingarvísitölu Íslands stenst augljóslega enga skoðun vaknaði áhugi minn á því hverjir stæðu að baki Íslandsdeild Transparency International, sem kallar sig Gagnsæi, og hverjir mæli þessa spillingu og hvernig,“ segir Brynjar og bendir á að fólkið á bak við Gagnsæi hafi verið áberandi í stjórnmálum og verið gagnrýnið á ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins.

Samkvæmt Viðskiptablaðinu eru sjö alþjóðlegar stofnanir sem meta spillingu í hverju ríki. Ein þeirra er Bertelsmann Foundation, en það vakti mikla athygli Brynjars hver væri einn aðalmannanna þar.

„Ein þessara stofnana, Bertelsmann Foundation, var fullkomlega á skjön við hinar sex í matinu. Samkvæmt niðurstöðu hennar er Ísland á pari við Mexíkó og Búlgaríu þegar kemur að spillingu í opinbera kerfinu. Hver skyldi svo hafa verið í framlínunni hjá þessari stofnun? Jú, enginn annar en Þorvaldur Gylfason af öllum mönnum. Þorvaldur hefur ekki aðeins verið þátttakandi í pólitískri umræðu heldur einnig verið í framboði til Alþingis, að vísu án nokkurs árangurs,“ en Þorvaldur er menntaður hagfræðingur og hefur starfað hjá hinum ýmsu alþjóðlegu bönkum og ritstýrt tímaritum um allan heim.

Árið 2019 fékk Þorvaldur boð um að ritstýra norræna fræðiritinu Nordic Economic Policy Review en fjármálaráðuneytið sendi á Norrænu ráðherranefndinni skilaboð um að ekki væri hægt að styðja ráðningu Þorvaldar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, áréttaði að Þorvaldur hefði verið of gagnrýnin á ríkisstjórnir seinustu ára þannig ekki væri hægt að styðja ráðningu hans.

„Ég er stuðningsmaður frjálsra félagasamtaka sem berjast fyrir göfugum markmiðum, til dæmis fyrir mannréttindum og gegn spillingu. Traust og trúverðugleiki er forsenda þess að slík félagasamtök fái þrifist. Þegar fulltrúar Gagnsæis komu fram og fluttu okkur með miklum þunga og sorg í hjarta að spilling á Íslandi sé að aukast á milli ára, án þess að munur milli áranna væri tölfræðilega marktækur, vaknar grunur um að eitthvað annað sé að baki en fræði og hlutleysi,“ segir Brynjar og segir háa spillingarvísitölu frá þessum samtökum koma einfaldlega frá Þorvaldi. Þetta eru einu samtökin sem segja spillingu á Íslandi svo mikla.

Brynjar endar pistilinn á að segja að honum finnist Þorvaldur ekki hæfur til að meta spillingu hjá öðrum.

„Menn sem ólust upp í aftursæti ráðherrabifreiðar og fengið allt upp í hendurnar án þess að þurfa að hafa fyrir nokkru og finnst að auki eðlilegt að klíkubræður og vinir ráði því hverjir verði ritstjórar hagfræðirits sem norrænu ríkin gefa út, eiga síst allra að mæla og meta spillingu hjá öðrum,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Stefnir í „taktískar“ kosningar eins og í forsetakosningunum í sumar?

Orðið á götunni: Stefnir í „taktískar“ kosningar eins og í forsetakosningunum í sumar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kosningaþáttur Eyjunnar: Milljarðar í snobbpartí og lúxus fyrir ráðuneyti og Seðlabankann en fólk hefur ekki þak yfir höfuðið

Kosningaþáttur Eyjunnar: Milljarðar í snobbpartí og lúxus fyrir ráðuneyti og Seðlabankann en fólk hefur ekki þak yfir höfuðið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!