fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Björn óttast um framtíð fjölmiðlunar á Íslandi – „Til­gang­ur þeirra er að banna umræður í stað þess að ræða mál“

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 20. febrúar 2021 11:30

Mynd Hanna DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarna­son, fyrrverandi ráðherra, lýsir ótta sínum gagnvart þróun fjölmiðla í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Hans upplifun er á þann veg að oftar og oftar sé aðferð útilokunar beitt í stað umræðu og rökræðna. Í pistli sínum fjallar Björn um tvö dæmi máli sínu til stuðnings, annars vegar að Keil­ir ætli sér ekki lengur að auglýsa í miðlum Sýnar vegna niðrandi ummæla í útvarpsþættinum Zúúber, sem var tekin af dagskrá í kjölfarið, og hins vegar vegna viðbragða RÚV við umdeildum myndböndum Samherja.

„Markaðssvið Keil­is – miðstöðvar vís­inda, fræða og at­vinnu­lífs, hef­ur ákveðið að veita aug­lýs­inga­fé sínu í aðra átt en að miðlum Sýn­ar næstu miss­er­in, seg­ir í frétt á mbl.is föstu­dag­inn 19. fe­brú­ar. Þetta sé gert „í ljósi nýbirtra upp­lýs­inga er varða líkamssmánun og skeyt­ing­ar­leysi starfs­manna gagn­vart umræðunni“. Ástæðan fyr­ir ákvörðun­inni eru niðrandi um­mæli í út­varpsþætti í stöð Sýn­ar. Í yf­ir­lýs­ingu vís­inda- og fræðamiðstöðvar­inn­ar seg­ir: „Siðaregl­ur Keil­is kveða á um að við kom­um í veg fyr­ir að í starfi okk­ar viðgang­ist hvers kyns órétt­læti.“

Dag­inn áður, fimmtu­dag­inn 18. fe­brú­ar, var sagt frá því á mbl.is að rík­is­út­varpið (RÚV) hefði farið fram á við út­gerðarfé­lagið Sam­herja að taka niður mynd­skeið á Facebook með gagn­rýni á frétta­stofu RÚV. Þá bað frétta­stof­an ritstjórn Facebook að fjar­lægja mynd­band Sam­herja af sam­fé­lagsveitu sinni. Var það gert í nafni höf­und­ar­rétt­ar enda hefði Sam­herji „ekki aflað samþykk­is frá safnadeild Rík­is­út­varps­ins fyr­ir notk­un á hljóð- og mynd­efni áður en fé­lagið setti mynd­bandið í birt­ingu“. Sam­herji hafði til­kynnt safnadeildinni notk­un sína á 15 sek­únd­um úr frétt­um RÚV og óskað eft­ir reikn­ingi seg­ir á mbl.is. Á vef RÚV seg­ir að hægt sé að panta hljóð- og mynd­efni hjá RÚV-safni til einka­nota eða op­in­berr­ar birt­ing­ar.“

Björn segir að tilgangur aðgerða Keilis og viðbrögð RÚV hafi í raun og veru það markmið að banna umræður, frekar en að ræða málin. Hann segir að oft séu hneyksl­un­ar­efni talsvert veigaminni en útlit sé fyrir. Þá segir hann það vera orðið þekkt úti í heimi að háskólar og fjölmiðlar hreinlega banni orðræðu sem sé á viðkvæmum stað.

„Þessi tvö dæmi, ann­ars veg­ar um vís­inda- og fræðamiðstöð sem tel­ur eig­in siðaregl­ur banna aug­lýs­ingu hjá fyr­ir­tæki vegna um­mæla eins af þáttargerðarmönn­um þess og hins veg­ar um rík­is­frétta­stofu sem tel­ur eðli­legt að hún stjórni því hverj­ir fái að greiða fyr­ir og birta efni úr RÚV-safn­inu eru „ný vinnu­brögð“ eins og vara­f­rétta­stjóri RÚV seg­ir. Tilgangur þeirra er að banna umræður í stað þess að ræða mál.

Margt af því sem hent er á loft í umræðum líðandi stund­ar og verður að hneyksl­un­ar­efni er miklu veiga­minna en það sem hér um ræðir. Mikl­ar umræður eru víða er­lend­is um þá áráttu há­skóla­manna og fjöl­miðlamanna að grípa frek­ar til úti­lok­un­ar en rök­ræðna.

Frjáls­ar og opn­ar umræður um mál sem telj­ast viðkvæm og kunna að særa ein­hverja eru ein­fald­lega bannaðar. Gripið er til hót­ana til að halda fyr­ir­les­ur­um frá há­skóla­svæðum. Rit­stjór­ar eru flæmd­ir frá störf­um, ekki endi­lega vegna þess sem þeir skrifa held­ur þess sem þeir birta.“

Í lok pistils síns spyr Björn hvort að fólk vilji að þetta verð framtíð fjölmiðlunar á Íslandi, að siðareglur og ritskoðun komi í veg fyrir umræðu.

„Vill ein­hver í raun að þró­un­in í fjöl­miðlun verði á þenn­an hátt hér á landi? Að siðaregl­ur fræðamiðstöðvar standi í vegi fyr­ir eðli­leg­um sam­skipt­um henn­ar við fjöl­miðlafyr­ir­tæki? Að all­ar eðli­leg­ar sam­skipta­regl­ur við RÚV verði að víkja fyr­ir sér­hags­mun­um frétta­stofu sem hef­ur komið sér í slík­an vanda að aðeins rit­skoðun sé til bjarg­ar?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum