fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Bólusetningadagatal komið út – Hvenær verðið þið bólusett?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 19. febrúar 2021 18:21

Mynd: Stjórnarráðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Heilbrigðisráðuneytið í samvinnu við sóttvarnalækni hefur útbúið bólusetningardagatal vegna COVID-19, miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um afhendingu bóluefna og áætlanir þar að lútandi. Dagatalinu er ætlað að gefa fólki vísbendingu um hvenær líklegt er að bólusetning hefjist í einstökum forgangshópum. Dagatalið er birt með fyrirvara, enda að hluta til um áætlun að ræða sem mun taka breytingum. Gangi forsendur eftir lýkur bólusetningu gegn COVID-19 hér á landi fyrir lok júní næstkomandi,“ segir í tilkynningu frá Heilbrigðisráðuneytinu.

Bólusetningardagatalið má sjá hér en samkvæmt því á að vera búið að bólusetja alla yfir áttrætt fyrir lok þessa mánaðar.

Fyrir lok mars verða allir yfir sjötugu bólusettir og í apríl verður tekið til við að bólusetja fólk yfir sextugu.

Bólusetningum á að vera lokið í lok apríl.

Þá segir ennfremur í fréttinni:

„Á grundvelli Evrópusamstarfs hefur Ísland gert samninga um kaup á Curavac og Janssen til viðbótar þeim þremur efnum sem þegar eru komin með markaðsleyfi. Þá er Evrópusambandið að ljúka samningi um bóluefni Novavax sem Ísland fær hlutdeild í. Öll þessi lyf eru komin í áfangamat hjá Evrópsku lyfjastofnuninni og þess vænst að þau fái markaðsleyfi innan tíðar. Í samningum um þessi bóluefni kemur fram hve mikið framleiðendur þeirra áætla að geta afhent á öðrum ársfjórðungi, þ.e. fyrir lok júní. Bólusetningardagatalið tekur mið af þessum upplýsingum en gögn hvað þetta varðar eru birt með fyrirvara um að markaðsleyfi liggja ekki fyrir og staðfestar afhendingaráætlanir ekki heldur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Stefnir í „taktískar“ kosningar eins og í forsetakosningunum í sumar?

Orðið á götunni: Stefnir í „taktískar“ kosningar eins og í forsetakosningunum í sumar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kosningaþáttur Eyjunnar: Milljarðar í snobbpartí og lúxus fyrir ráðuneyti og Seðlabankann en fólk hefur ekki þak yfir höfuðið

Kosningaþáttur Eyjunnar: Milljarðar í snobbpartí og lúxus fyrir ráðuneyti og Seðlabankann en fólk hefur ekki þak yfir höfuðið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!