Samfylkingunni fatast flugið. Fylgi Samfylkingarinnar lækkar um 2,5 prósent milli kannana hjá MMR. Sjálfstæðisflokkurinn lækkar líka en Vinstri græn bæta verulega við sig og mælast nú í fyrsta skipti í langan tíma með meira fylgi en Samfylkingin.
Upplýsingar úr könnun MMR birtast hér
Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 54,5% og jókst um tæplega fjögur prósentustig frá síðustu könnun. Önnur tíðindi eru þau að Viðreisn bætir við sig og minnstu flokkarnir, Sósíalistaflokkur Íslands og Flokkur fólksins, myndu ekki ná fólki á þing miðað við þessar tölur.
Um fylgi hvers flokks í þessari og síðustu könnun segir:
„Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 22,2% og mældist 24,4% í síðustu könnun.
Fylgi Vinstri grænna mældist nú 13,5% og mældist 10,9% í síðustu könnun.
Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 13,1% og mældist 15,6% í síðustu könnun.
Fylgi Pírata mældist nú 11,4% og mældist 12,3% í síðustu könnun.
Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 11,4% og mældist 9,1% í síðustu könnun.
Fylgi Viðreisnar mældist nú 10,6% og mældist 8,8% í síðustu könnun.
Fylgi Miðflokksins mældist nú 8,0% og mældist 8,6% í síðustu könnun.
Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 4,1% og mældist 4,4% í síðustu könnun.
Fylgi Flokks fólksins mældist nú 3,6% og mældist 4,9% í síðustu könnun.
Stuðningur við aðra mældist 2,0% samanlagt.“