fbpx
Miðvikudagur 18.desember 2024
Eyjan

Græni Píratinn – „Eftir á að hyggja er þessi lending rökrétt“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 18. febrúar 2021 21:30

Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefur átt ævintýralegt kjörtímabil. Á kosninganóttinni var hann úti þegar hann fór að sofa, en vaknaði sem uppbótarþingmaður. Hann var í meirihluta á þingi þegar hann ákvað að segja sig úr Þingflokki Vinstri grænna og ganga til liðs við stjórnarandstöðuna sem þingmaður utan flokka. Og nú hefur hann gengið til liðs við Pírata.

Andrés Ingi er í forsíðuviðtali í helgarblaði DV sem kemur út á morgun. Eftirfarandi er brot úr viðtalinu.

Nú er Andrés genginn til liðs við Pírata. Sem vakti undrun sumra, en öðrum þótti eðlileg tilfærsla.

„Ég fór í rauninni bara að spá í þetta núna í vetur upp á það að finna hvaða farvegur væri bestur fyrir þær hugsjónir sem ég vil standa fyrir og hvernig ég gæti best lagt mitt að mörkum. „t.

Hugmyndafræðilega höfum ég og Píratar alltaf staðið mjög nálægt hvert öðru. Við höfum flutt saman mörg mál og unnið vel saman í nefndum.

Þegar ég var í stjórnarandstöðunni með VG árin 2016-2017 var ég í allsherjar- og menntamálanefnd með Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmanni Pírata, og við vorum þar yfirleitt eins og einn hugur.

Síðan eru Píratar hreyfing sem kann að vinna. Þau kalla eftir ólíkum sjónarmiðum og leggja mikla áherslu á að taka upplýstar ákvarðanir á grundvelli gagna. Það er alls ekki sjálfgefið. Eins og við sjáum til dæmis varðandi aðgerðir ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem eru mjög tæknilegs eðlis – þá er bara slumpað einhvern veginn í þeim málum.

Eða eins og í vinnumarkaðsaðgerðum vegna COVID-faraldursins, en þær voru oft byggðar á mjög takmörkuðum greiningum. Það vantar dálítið upp á að stjórnvöld séu að taka mið af bestu fáanlegum gögnum.

En síðan skiptir líka miklu máli að ég finn og hef alltaf fundið að ég og fólkið í Pírötum náum og vinnum mjög vel saman.“

Tekið opnum örmum

Píratar hafa tekið Andrési opnum örmum, en Andrés segir það ekki sjálfgefið.

„Ég er ekki búinn að vera þarna lengi en mér hefur verið mjög vel tekið, bæði af þingflokknum sjálfum og allri þeirri grasrót sem ég hef náð að tala við síðan. Mér finnst fólk einmitt sýna því skilning hvaðan ég er að koma og það er alls ekki sjálfsagt að einhverjum nýliða sé tekið opnum örmum.“

Hugur Andrésar er enn á þingi, en þar telur hann sig enn eiga erindi og mun því gefa kost á sér í komandi prófkjöri Pírata og vonast eftir góðum árangri.

„Ég geri mér vonir um að fólk treysti mér til að vera áfram á þingi og held að það væri líka gott fyrir hreyfinguna að fá mig. Ég kem með ákveðna hluti að borðinu sem þau hafa kannski ekki fengið jafn mikið færi og ég til að einbeita sér að fram að þessu, þrátt fyrir ríkan vilja. Ég hef setið á þingi í fimm ár og það er rosaleg reynsla sem fylgir því og ég finn bara eftir því sem á líður að það eru ákveðnir hlutir sem verða auðveldari með þessari reynslu og sé fyrir mér að ég gæti gert mjög margt á næsta kjörtímabili.“

Að hafa marga flokka sem hugmyndafræðilega standa hver öðrum nærri getur, að mati Andrésar, verið vandasamt á þingi.

„Það hefur verið svolítið vandasamt á þessu kjörtímabili að vera með flokka sem standa hver öðrum svona nærri, sitt hvorum megin við línuna – í stjórn og í stjórnarandstöðu. Ég held að það hafi ekki alltaf verið mjög gott. Þetta er svona hliðarafurð af þessu stjórnarsamstarfi sem er ekki til bóta. Það að Samfylking, Píratar og Vinstri græn gangi ekki hönd í hönd í ákveðnum málum er bara næstum því ónáttúrulegt.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Pútín niðurlægður

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Hættan á umhverfisslysi eins og í Mjóddinni

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Hættan á umhverfisslysi eins og í Mjóddinni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala sínu máli – gleymdi því að hann er í pólitík

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala sínu máli – gleymdi því að hann er í pólitík
Eyjan
Fyrir 1 viku

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Af valkyrjum

Björn Jón skrifar: Af valkyrjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins