fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Lilja gafst upp á Vegagerðinni og sagði skilið við Borgarlínuverkefnið – Sögð vera frek og stjórnsöm

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 14. febrúar 2021 15:00

Lilja G. Karlsdóttir. Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það eru orðin óteljandi skiptin sem ég hef fengið að heyra að ég sé frek, taki hlutum nærri mér og vilji stjórna öllu. Það skondna er að þessi orð koma yfirleitt frá stjórnendum með enga reynslu af almenningssamgöngum,“ segir Lilja G. Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur, en hún birti röð tísta á Twitter á föstudag um reynslu sína af borgarlínuverkefninu. Lilja sagði upp störfum sem verkefnisstjóri borgarlínunnar um áramótin.

Lilja var í viðtali í Silfrinu í dag þar sem hún fór yfir málið og rifjaði meðal annars upp sögu borgarlínunnar.

Borgarlínuverkefnið hófst árið 2013 þar sem skoðaðir voru möguleikar á þróun borgarskipulagsins með tilliti til almenningssamgangna. Ákveðið var að efla hlut almenningssamgangna og í þeim anda var svæðisskipulag sem samþykkt var árið 2015. Eftir það hófust viðræður ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun. Samgöngusáttmáli var gerður árið 2019 og þá var borgarlína komin í heildarpakka fyrir höfuðborgarsvæðið. Hún fór síðan inn í samgönguáætlun 2020 og stofnað var félagið Betri samgöngur utan um verkefnið.

Lilja vann sem ráðgjafi í verkefninu í sex ár en í tvö ár, fram að síðustu áramótum, starfaði hún sem verkefnisstjóri borgarlínunnar fyrir hönd borgarinnar. Að sögn Lilju er ferlið afar þungt og á hendi margra aðila. Togstreita verði milli ríkisins og sveitarfélaga og síðan séu mótsagnarkennd viðhorf til málsins innan viðkomandi stofnana. „Það þarf ekki að vera svona mikið þras til að komast að niðurstöðu,“ segir Lilja og telur hún einn dapurlegasta þátt málsins vera þann að sett hafi verið grein í vegalög sem kveður á um að ef sveitarfélög velji dýrari samgöngukost en Vegagerðin leggur til sé hægt að rukka sveitarfélög um mismuninn.

Lilja segir að til sé viðurkennd alþjóðleg aðferðafræði um hvernig hanna eigi samgöngumannvirki og því sé öll þessi stofnanapólitík og ágreiningur sem er uppi um borgarlínu innan kerfisins óþörf.

Lilja segist hafa gert sér grein fyrir ytri pólitíkinni sem væri í gangi varðandi borgarlínu, sem birtist meðal annars í hatrömmum blaðaskrifum. Hún hafi hins vegar ekki verið viðbúin stofnanapólitíkinni og valdataflinu sem eigi sér stað um málið innan stofnana. Mátti skilja á henni að Vegagerðin væri orðin of mikið ráðandi aðili í verkefninu, en Vegagerðin kemur að því fyrir hönd ríkisins. Hún sé hins vegar stofnun sem hafi einbeitt sér að stofnvegum og hafi ekki sýnt almenningssamgöngum mikinn áhuga til þessa.

Inni í stofnununum séu óskráðar reglur um samskipti hún hafi rekið sig á og ekki verið búin undir. Hún hafi upplifað í þessari vinnu að almenningssamgöngur séu ekki rótgrónar hér á landi og það viðhorf sé of ríkjandi innan stofnana að allir hafi sömu þarfir í þeim efnum.

Verkefnið hafi verið þungt og erfitt og kallað á heitar umræður. Fólk hafi gjarnan gagnrýnt hana undir rós augliti til auglitis, sagt að hún væri fylgin sér, en gefið í skyn að hún væri frek og stjórnsöm.

Þá hafi það gert alla vinnu við borgarlínuna erfiðari að oft hafi komið upp efasemdir um að tiltekið verkefni eða aðferð hefðu nokkurn tíma verið samþykkt löngu eftir að búið var að ræða og samþykkja verkefnið eða aðferðina. Væri erfitt fyrir starfsfólk að reka sig á slíka veggi seint í ferlinu.

Lilja segir þó að margt megi jákvætt segja um borgarlínuverkefnið og að mikil þekking á almenningssamgöngum hafi síast inn í kerfið. „Ég er alveg bjartsýn á framhaldið. En stundum þarf maður, þegar maður er að vinna í svona rosalega löngum verkefnum, að horfast í augu við að það er kominn tími til að segja bless við barnið og lofa því að lifa vonandi góðu og heilbrigðu lífi í framtíðinni,“ sagði Lilja í viðtali við Silfrið.

Í einu af tístum sínum um málið segir hún: „Sumarið 2020 áttaði ég mig á að ég myndi aldrei þrífast innan Vegagerðarinnar. Ég benti á að það væri skrítið að láta stofnun sem hefur engan áhuga sýnt á samgöngum í þéttbýli taka að sér stærsta skipulags- og byggðarþróunarverkefni allra tíma á Íslandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Wolt í samstarf við Domino´s

Wolt í samstarf við Domino´s
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“