fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Eva gagnrýnir femínisma – „Í staðinn fyrir feðraveldið eru femínistar farnir að ákveða hvernig við eigum að lifa“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 9. febrúar 2021 21:49

Eva Hauksdóttir. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Hauksdóttir gagnrýndi harðlega femínisma og ýmislegt fleira í samfélagsumræðunni í viðtalsþættinum Okkar á milli sem var á dagskrá RÚV í kvöld. Eva er aðgerðasinni, rithöfundur, ljóðskáld og laganemi. Hún var áberandi í búsáhaldabyltingunni. Eva skrifar mikið og kerfisbundið um samfélagsmál á vef sinn, norn.is.

Sonur Evu, Haukur Hilmarsson, var mikill hugsjónamaður en hann er talinn hafa látist í loftárás í Sýrlandi fyrir tveimur árum. Engar jarðneskar leifar hafa þó fundist af Hauki. Haukur barðist með Kúrdum gegn Íslamska ríkinu og Tyrkjum. Nánar má lesa um örlög Hauks og glímu Evu við sorgina í grein hér en í þessari frétt ætlum við að staðnæmast við gagnrýni Evu á femínisma og annað í samfélagsumræðunni.

„Það sem hefur gerst á Vesturlöndum er það að femínisminn er farinn að snúast rosalega mikið upp í nokkurs konar trúarlegar kreddur, þetta er nánast eins og sértrúarsöfnuður, þar sem fólk er búið að finna sinn djöful, sem er feðraveldið. Það er alltaf hægt að rökstyðja það að það sé verið að kúga konur, alveg sama hvað margt bendir í aðra átt, það er einhvern veginn eins og markmiðið sé það að sanna að alltaf sé verið að kúga konur.

Mér finnst þetta koma fram á rosalega mörgum sviðum, hvernig er talað um vinnumarkaðinn, hvernig er talað um stöðu kvenna í skólanum. Það er svo greinilegt að staða drengja og ungra pilta í skólum er orðin meira áhyggjuefni en staða stúlkna, að maður tali nú ekki um réttarkerfið. Ég er ekki sammála því að réttarkerfið fari eitthvað sérstaklega illa með konur.

Ég skrifaði á sínum tíma mjög mikið um það hvað mér finnst femínisminn hafa farið í undarlegar áttir gagnvart vændi og síðan gagnvart staðgöngumæðrun. Snerist þessi barátta ekki um það að konur ættu að fá tækifæri til að ákveða sjálfar hvernig þær lifa sínu lífi? Í staðinn fyrir að feðraveldið, eitthvert karlveldi, sé að gera það, þá eru femínistar farnir að ákveða hvernig við eigum að lifa. Ég gæti talað um það í viku hvað ég hef út á femínisma að setja.“

Bæði kölluð „mússasleikja“ og múslimahatari

Spyrill þáttarins, Sigmar Guðmundsson, hafði orð á því að samfélagsumræðan yrði stundum mjög hatrömm: Hún verður stundum hatrömm, umræðan um þessa hluti. Þú hefur nú fengið yfir þig gusur og femínistar sem eru framarlega í þessari baráttu, það er oft með ólíkindum að lesa það sem er skrifað um þær. Hún verður stundum mjög tilfinningahlaðin og tryllt þessi umræða. Af hverju?

Eva sagði: „Þegar við erum erum með mjög heitar hugsjónir, þetta er nánast komið út í eitthvað trúarlegt, þá hlaupa svo miklar tilfinningar í umræðuna. Þetta hefur verið rosalega áberandi með femínismann en þetta gerist líka í umhverfismálunum, þar eru menn komnir í skotgrafirnar og annað hvort ert þú umhverfissinni eða handbendi kapítalismans, það er ekkert þar á milli.

Eins ef við tökum flóttamannaumræðuna, ég er til dæmis sökuð um að vera „mússasleikja“ og vilja koma á Sharia-lögum vegna þess að ég vil opin landamæri. Aftur á móti er ég líka sökuð um að vera mikill múslimahatari og rasisti vegna þess að ég er ekki hrifin af hugmyndafræði Íslam. Þannig að það er þessi liðahugsun og þessi ættbálkahyggja þar sem fólk þarf alltaf að vera í liði eða hjörð. Mér finnst umræðan á mjög mörgum sviðum, ekki bara femínisma, einkennast af þessu viðhorfi. Að þú átt að vera hreinn í trúnni.“

Eva segir að fólk sem ætlar að vera virkt í samfélagsumræðunni verði að þola að fá yfir sig gusur: „Fólk sem ætlar að taka þátt í samfélagsumræðu og vill hafa áhrif, og það vil ég, verður að taka því að einhverjir séu stundum orðljótir og hatrammir. Mér finnst ég ekki hafa fengið verri útreið en hver annar, og alls ekki hjá fólki sem ég tek eitthvert mark á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Wolt í samstarf við Domino´s

Wolt í samstarf við Domino´s
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“