fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Einar segir helsta ráðgjafa Sjálfstæðisflokksins gagnrýna stefnu flokksins – „Væri það ekki heimskra manna ráð?

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 6. febrúar 2021 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sjálfs­gagn­rýni var mikið stunduð á síðustu öld í stjórn­mála­flokk­um sem hafa sem bet­ur fer lagt upp laup­ana. Nú tek­ur helsti launaði ráðgjafi Sjálf­stæðis­flokks­ins upp kefli sjálfs­gagn­rýn­inn­ar og spyr hvenær Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hætti að vera flokk­ur breyt­inga.“

Svona hefst grein sem hæstaréttarlögmaðurinn og sjálfstæðismaðurinn Ein­ar S. Hálf­dán­ar­son skrifar en greinin birtist í Morgunblaðinu í dag. Þessi ráðgjafi Sjálfstæðisflokksins er Frið­jón R. Friðjóns­son, fram­kvæmda­stjóri KOM ráð­gjaf­ar, en Friðjón skrifaði nýlega grein sem féll ekki svo vel ofan í kramið hjá einhverjum innan Sjálfstæðisflokksins.

Lesa meira: Titringur í Sjálfstæðisflokknum – „Þú ert auðvitað bara með skæting“ – „En þú? Þú leggur mér orð í munn“

Einar segir Friðjón taka ýmis dæmi máli sínu til stuðnings en Einari þykir athyglisvert að sjá hvar Friðjón telur helst að pottur sé brotinn. „Hafi gagn­rýn­inni verið ætlað að skora hjá okk­ur sjálf­stæðismönn­um, þá tel ég hana hafa misst marks. Þannig tel ég, gagn­stætt ráðgjaf­an­um, að stefna Sjálf­stæðis­flokks­ins í stjórn­ar­skrár­mál­um sé til hreinn­ar fyr­ir­mynd­ar og hafi lengi verið; að fara sér hægt og breyta henni eft­ir þörf­um í víðtækri þjóðarsátt,“ segir hann.

Á meðal þess sem Friðjón talaði um í grein sinni var stefna Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Einar skilur ekki hvers vegna Friðjón gagnrýndi þá stefnu. „Sjáv­ar­út­vegs­stefna Íslands hef­ur breytt þess­um at­vinnu­vegi á 30 árum frá því að hjara á redd­ing­um dag frá degi í að verða há­tækni­grein. Ég hygg að hvergi sé meiri verðmæta­sköp­un í sjáv­ar­út­vegi en á Íslandi. Til hliðar hef­ur mynd­ast há­tækniiðnaður og hug­búnaðargerð sem eiga fáa sína líka. Er góð ástæða til að hrófla mikið við slík­um mátt­ar­stólpa? Væri það ekki heimskra manna ráð?“ segir hann.

„Munu heimsviðskipti alltaf hald­ast ótrufluð hvað sem á geng­ur? Þjóðin, eða meiri­hluti henn­ar, skil­ur hvers virði það er að geta reitt sig á inn­lenda mat­væla­fram­leiðslu. Gæði fram­leiðslunn­ar eru meiri en víðast hvar. Um það er ekki deilt. Öryggi á neyðar­tím­um verður ekki tryggt nema með inn­lend­um land­búnaði. Þetta er öðrum þjóðum líka ljóst. Ekki er nema rúm­ur ára­tug­ur frá að á þetta reyndi hér á landi þegar reynt var að koma í veg fyr­ir gjald­eyrisviðskipti við Ísland og munaði minnstu að tæk­ist. Sjálfsagt má eitt og annað bæta, en úr­slita­atriði er að öfl­ug­ur ís­lensk­ur land­búnaður sé áfram stundaður.“

„Bros­ir maður ekki bara að þeirri til­lögu?“

Friðjón talaði einnig um orkumál Íslands og sagði til dæmis að Ísland ætti að haga orkumálum sínum eins og Danir. „Þarna hlýt­ur hann nú að eiga við ein­hverja af­markaða þætti, en ekki orkuframleiðslu Dana. Við Íslend­ing­ar get­um verið stolt­ir af ár­angri okk­ar í nýt­ingu hreinn­ar orku. Við gæt­um að vísu lokað ál­ver­un­um og fram­leiðslan flytt­ist þá til Kína. Þar með minnkaði kol­efn­is­sporið marg­um­talaða um 80% hér en breytti auðvitað engu fyr­ir lofts­lagið í heim­in­um nema til hins verra,“ segir Einar við því.

„Hitt væri skoðunar vert að fara yfir kol­efn­is­spor net­versl­un­ar þar sem vör­ur eru flutt­ar frá Asíu til Evr­ópu með flugi og síðan keyrðar í hvert hús. Ef skila þarf vör­unni er það sama upp á ten­ingn­um. Mik­il sóun er svo fylgi­fisk­ur­inn. Við ætl­um svo að taka for­ystu í mála­flokkn­um og bjarga heim­in­um. Bros­ir maður ekki bara að þeirri til­lögu? Hitt er svo annað mál að lofts­lags­stefna þar sem Kína eyk­ur stöðugt kol­efn­is­los­un meðan Banda­rík­in og Evr­ópa minnka hana geng­ur ekki upp; hún skil­ar heim­in­um eng­um ávinn­ingi.“

„Þarna og víðar á Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn brýnt er­indi“

Að lokum talar Einar um það að hægriflokkar í Evrópu hafi minnkað eða þurrkast út. „Það á til dæmis við um sænsku mód­erat­ana, en einkum danska Íhalds­flokk­inn. Kristi­leg­ir demó­krat­ar og fransk­ir hægri­menn mega muna sinn fíf­il fegri,“ segir Einar og vill meina að sá flokkur sem stendur upp úr núna sé breski Íhaldsflokkurinn.

„Hann stend­ur við sína grund­vall­ar­stefnu án af­slátt­ar. Þar er góð fyr­ir­mynd (þótt við verðum auðvitað að halda EES-sam­starf­inu). Hinir fyrr­nefndu hafa misst sam­bandið við kjós­end­ur með því að elt­ast við mýr­ar­ljós í kappi við vinstri­flokka. Nóg fram­boð er af slík­um flokk­um á Íslandi án þess að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn bæt­ist í flór­una. Nú held­ur Ísland á heims­met­inu í skatt­heimtu og vilja marg­ir bara bæta í! Útgjöld til ým­issa mála­flokka hafa verið sett á sjálf­stýr­ingu. Þarna og víðar á Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn brýnt er­indi. Þau mál sem ráðgjaf­inn nefndi eru ekki lík­leg til að höfða til sjálf­stæðis­fólks að mínu mati. – Sem bet­ur fer.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Wolt í samstarf við Domino´s

Wolt í samstarf við Domino´s
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“