145 studdu áframhaldandi veru hennar í forystunni en 61 var á móti. CNN skýrir frá þessu.
Cheney var hæst setti Repúblikaninn sem studdi ákæru á hendur Trump en tíu þingmenn flokksins í fulltrúadeildinni greiddu atkvæði með ákæru. Áður en þingmennirnir gengu til atkvæðagreiðslu sagði Cheney að hún ætlaði ekki að biðjast afsökunar á hvernig hún hefði greitt atkvæði.
Heimildarmaður, sem var á fundinum, sagði CNN að leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, Kevin McCarthy styðji Cheney og það geri hinn áhrifamikli Steve Scalise einnig.
Cheney er þriðji valdamesti Repúblikaninn í fulltrúadeildinni en hún er dóttir Dick Cheney, fyrrum varaforseta.