fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Þorgerður gagnrýnir forsætisráðherra og segir hana ætla að selja þjóðinni reykskynjara án rafhlöðu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. febrúar 2021 09:00

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, ritar pistil í Fréttablaðið í dag undir fyrirsögninni „Reykskynjari án rafhlaðna“. Í pistlinum fjallar hún um vinnu formanna stjórnmálaflokkanna um breytingar á stjórnarskránni.

„Á köflum var vinnan vönduð, jafnvel skemmtileg þótt dapurleikinn hafi einkennt síðustu daga vinnunnar. Þegar blákaldur veruleiki og hagsmunapólitík stjórnarheimilisins spilaði sterkar inn í vinnuna. Í upphafi var sammælst um að ræða afmörkuð svið stjórnarskrárinnar og að um hvert og eitt yrði flutt sérstakt þingmál, með annaðhvort breiðri sátt eða auknum meirihluta. Ákvæði um framsal og þjóðaratkvæðagreiðslur hunsaði formaður VG þrátt fyrir samkomulag um annað og leit algerlega fram hjá skýrum vilja almennings um jöfnun atkvæðisréttar. Eitthvað sem ætti ekki að koma á óvart en lengi skal manninn reyna,“ segir Þorgerður og bætir við að hún hafi samt sem áður tekið þátt í vinnunni.

Hún segist hafa lýst því yfir að hún gæti auðveldlega verið sammála þingmálum sem snúa að íslenskunni, umhverfismálum og svonefndum forsetakafla en þetta telji hún skref í rétta átt.

„Auðlindaákvæði formanns VG gat ég hins vegar ekki með nokkru móti stutt meðan ekki væri ætlunin að virkja þjóðareignina. Ef ekki á að breyta neinu og festa frekar í sessi rétt útgerða yfir fiskveiðiauðlindinni er best að segja það hreint út. Hér gæti orðið óafturkræft tjón. Í stjórnarskrá verða sett falleg orð um þjóðareign sem hvorki breytir né treystir rétt þjóðarinnar yfir auðlindum sínum. Ákall þjóðarinnar eftir samráði var um virka og raunverulega þjóðareign, ekki sýndarmennsku. Þetta er óskatillaga íhaldsflokkanna og undirstrikar rækilega til hvers þessi ríkisstjórn var stofnuð,“ segir Þorgerður og bætir við að forsætisráðherra ætli að selja þjóðinni öryggistæki (reykskynjara) en láti rafhlöður ekki fylgja með, þeim sleppi hún vísvitandi.

„Þetta er ekki bara óendanlega dapurt heldur stórhættulegt út frá hagsmunum heildarinnar. Ef Alþingi breytir ekki frumvarpi VG er ljóst um hvað næstu kosningar munu snúast. Þá fær þjóðin tækifæri til að tryggja virka þjóðareign og rétta hlut sinn – eða festa í sessi óbreytt ástand,“ segir hún síðan í lokin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“