Liz Truss, ráðherra alþjóðaviðskipta, skýrði frá þessu.
Reiknað er með að viðræður um aðild Breta að fríverslunarsamningnum, sem nefnist CPTPP, hefjist á þessu ári. „Ári eftir útgöngu okkar úr ESB byggjum við upp ný bandalög sem munu færa breskum almenningi mikinn efnahagslegan ávinning,“ sagði Boris Johnson, forsætisráðherra, að sögn AFP. Enn er ekki vitað hversu mikill þessi ávinningur verður.