fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Lögreglueftirlit við heimili Dags um helgina – „Þessu fylgja auðvitað erfiðar tilfinningar“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 31. janúar 2021 12:22

Dagur B. Eggertsson. Mynd: Stefán K

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri var gestur í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann fór yfir stöðu mála eftir að skotárás var gerð á bifreið hans síðustu viku. Dagur sagði ótækt að láta slíka árás verða til þess að hann hætti afskiptum af stjórnmálum þó vissulega séu takmörk fyrir því sem maður getur tekið. 

„Þetta ber nú bara þannig að okkur að laugardaginn fyrir viku var ég að vinna fram eftir inni í ráðhúsi eins og stundum áður og Arna konan mín sækir mig því við vorum á leiðinni í matarboð innan fjölskyldunnar. Dóttir okkar eldri situr frammi í þannig ég fer inn um farþegahurðina og tek eftir hringlaga gati um miðja hurð sem að er ekki eðlilegt og vakti strax spurningar,“ sagð Dagur í morgun í samtali við Silfrið.

Dagur hafði samband við lögreglu sem kom strax á vettvang og tók bílinn til rannsóknar.

„Við fáum svo þær fréttir á sunnudaginn að það hafi fundist kúlur í bílnum og bílhurðinni. Í raun virðast götin hafa verið tvö þegar betur var að gáð en það var þetta gat sem vakti þessar spurninga hjá okkur“

Allar líkur eru taldar á að skotið hafi verið á bifreiðina á meðan hún stóð fyrir utan heimili hans í miðborginni, aðfara nótt föstudags eða laugardags.

Dagur segir að það hafi vissulega verið áfall að lenda í slíkri árás, en það hafi verið eftir að opinber umræða hófst sem þetta varð virkilega raunverulegt. Fjölskylda hans hafi tekið málinu af miklu æðruleysi.

„Hún er nú ansi ótrúleg þessi fjölskylda satt að segja og konan mín og krakkarnir hafa tekið þessu af ótrúlegu æðruleysi, en þessu fylgja auðvitað erfiðar tilfinningar og þetta svona eitthvað óöryggi og álag og maður stendur sjálfan sig, og við öll, stöndum okkur á að horfa aðeins öðruvísi út um gluggann á meðan þetta er enn , það er mikið óvissa í þessu ennþá.“

Lögregla hafi ákveðið að vera með eftirlit við heimili dags nú um helgina á meðan staðan er enn óljós. Þó hefur verið greint frá því að karlmaður er sem stendur í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn málsins.

Gerði heimilið að skotskífu

Dagur taldi ótímabært að draga einhverjar ályktanir af árásinni, svo sem hvort árásin tengist með einhverjum hætti áróðursmyndböndum frá samtökunum Björgum miðbænum. Hann tók því fram að staðhæfingar settar fram í því myndbandi ættu við engin rök að styðjast og megi að hluta rekja til sögusagna.

„Maður veit eiginlega ekki hvernig maður á að bregðast við svona. Þarna er nokkuð auðugur maður [Bolli Kristinsson] sem hefur lýst því yfir opinberlega að hann ætli að helga sig því að koma mér frá sem borgarstjóra.“

Í myndbandinu bregður fyrir heimili borgarstjóra og er farið yfir meintan kostnað við framkvæmdir á Óðinstorgi. Dagur bendir á að þær tölur sem þar eru settar fram séu fengnar með því að bæta við framkvæmdum við aðliggjandi götur þar sem teknar hafi verið í gegn um hundrað ára gamlar lagnir og talan svo tífölduð. Fullyrðingar um að hann hafi fengið bílastæði án útboðs eigi rætur að rekja til sögusagna sem enginn fótur sé fyrir, enda hafi hann keypt bílastæðin af nágrönnum sem hafi átt þau fyrir, eða með öðrum orðum eðlileg viðskipti sem hafi ekkert að gera með Reykjavíkurborg eða stöðu hans sem borgarstjóra.

Hann hafi strax eftir að myndbandið fór í birtingu bent á það að með því væri verið að gera heimili hans að skotskífu.

„Mér fannst þarna verið að fara inn á einhverjar alveg nýjar brautir í íslenskri pólitík, færa mörkin, og gera heimili mitt að skotskífu.“

En þarna búi einnig fleiri en Dagur. Dagur varð klökkur þegar hann vék tali að nágrönnum sínum.

Ótrúlega þakklátur

„Nágrannar okkar hafa streymt til okkar undanfarna daga með blóm og myndir og allt og ég er ótrúlega þakklátur fyrir nágrannana og má ekki til þess hugsa að neinn, hvorki úr þeirra hópi né aðrir, skaðist. En ég held að það vilji það í raun enginn.“

Eins hafi hann og fjölskylda hans fengið gífurlegan stuðning í kjölfar árásarinnar sem sé dýrmætt.

Dagur segir það umhugsunarvert að horfa til árásarinnar, sem og árásar á húsnæði stjórnmálaflokka í samhengi við það að undanfarið virðist línur í samskiptum og stjórnmálaumræðu hafa færst til, meiri harka sé komin í umræðuna og margir hafi haft samband við Dag í kjölfar árásarinnar, stjórnmálamenn, fjölmiðlamenn og fleiri og greint frá hótunum og ógnunum sem þeim hafi borist.

„Þess vegna finnst mér að það sé mikilvægt að fólk láti þetta sig varða og tali um þetta og við drögum einhvers konar línu í sandinn og ræðum hvernig samfélag við viljum vera og hvernig samskipti eiga að vera milli fólks“

Aðspurður hvort árásin hafi orðið til þess að hann hugsi um að hætta í stjórnmálum segir Dagur að ekki sé rétti tíminn til að taka slíka ákvörðun.

„Auðvitað vill maður alls ekki skapa það fordæmi að með því að ógna einhverjum og hóta þá hrekist maður út úr stjórnmálum“

Hins vegar séu mörk fyrir því sem maður þolir.

„Ég skal bara vera alveg opinn með það að það eru auðvitað takmörk fyrir því sem maður lætur yfir sitt nánast umhverfi ganga“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Wolt í samstarf við Domino´s

Wolt í samstarf við Domino´s
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“