fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Lilja vill beina sparnaði landsmanna í verðbréf og fjárfestingar í atvinnulífinu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. janúar 2021 07:59

Lilja Alfreðsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segir að miklar hækkanir á fasteignamarkaði séu merki um „fábreyttan eignamarkað hér á landi sem myndar óþarfa þrýsting á vísitölu neysluverðs“. Þetta kemur fram í viðtali við Lilju í Markaði Fréttablaðsins í dag.

„Það er þess vegna þjóðþrifamál að beina þeim mikla sparnaði sem hefur safnast upp í hagkerfinu inn í arðbær og fjölbreyttari fjárfestingaverkefni sem efla samfélagið. Á Íslandi eru neikvæðir raunvextir og því verða að vera til langtímafjárfestingakostir fyrir fólkið sem það hefur trú á,“ er haft eftir Lilju um þetta.

Hún sagði jafnframt að það væri eitt af stóru verkefnum næstu ára að beina sparnaði landsmanna í auknum mæli inn á verðbréfamarkaðinn þannig að almenningur komi beint að kaupum á hlutabréfum og skuldabréfum.

Lilja situr í ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins og sagði hún að fólk eigi í meiri mæli að taka sjálft ákvarðanir um sparnað sinn og á þann hátt taka þátt í fjárfestingu og uppbyggingu í atvinnulífinu. Hún sagðist ekki vera í neinum vafa um að það yrði til bóta að almenningur fengi meira frjálsræði um hvert hann beinir séreignarsparnaði sínum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?