fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Fyrrverandi þingmaður líkir sóttvarnaraðgerðum við hlekki á sjóræningaskipi – „Er ekki kominn tími til að treysta heilbrigðum einstaklingum?“

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 19:00

Jón Magnússon lögmaður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morgunblaðið birti í dag pistil eftir Jón Magnússon, hæstaréttarlögmann og fyrrverandi þingmann Frjálslynda flokksins og Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann sakar heilbrigðisyfirvöld um að brjóta á einstaklingsfrelsi með öfgafullum sóttvarnaaðgerðum.

Jón skrifar:

„Á eins árs af­mæli Covid-sjúk­dóms­ins er eðli­legt að spyrja hvort hann sé versti sjúk­dóm­ur­inn sem riðið hef­ur yfir heim­inn síðustu 100 árin. Svarið er næsta ör­ugg­lega nei. Löm­un­ar­veiki 1950 olli dauða og löm­un millj­óna barna svo dæmi sé tekið. Þá var mann­fjöldi heims­ins um helm­ingi minni en í dag. Ýmsar in­flú­ens­ur hafa verið skæðar og tekið mörg manns­líf.

And­stætt því sem marg­ir halda fram ógn­ar þessi sjúk­dóm­ur, þótt al­var­leg­ur sé, ekki lífi manns­ins á jörðinni og mundi ekki gera þótt ekki yrði gripið til neinna ráðstaf­ana.”

Heilbrigðiskerfið tók yfir

Jón segir heilbrigðiskerfinu í raun hafa verið færð völd yfir stjórn landsins:

„Traust al­menn­ings og trú á heil­brigðis­kerfið og kraf­an um ábyrgð rík­is­ins á lífi og dauða leiddi til þess að heil­brigðis­kerfið tók völd­in í Covid-fár­inu, en læt­ur stjórn­mála­menn­ina bera siðferðis­lega ábyrgð á því sem gert er eða ekki gert. Kraf­an um að varðveita hvert ein­asta manns­líf og sú staðhæf­ing að manns­líf verði ekki metið til fjár er flutt fram af slík­um þunga að at­huga­semd­ir um slæm áhrif vegna sótt­varn­aráðstaf­ana m.a. á líf annarra skipta ekki máli og af­ger­andi þjóðfé­lags­leg til­raun á heil­brigðis­sviðinu er sett af stað og held­ur áfram út í ein­hvern óend­an­leika.

Svör við spurn­ing­um um siðferðis­lega ábyrgð á ákvörðunum sem varða líf og dauða eru mik­il­væg. Ber ein­stak­ling­ur­inn ábyrgð, fjöl­skyld­an, ríkið, Guð eða ein­hver ann­ar? Er í lagi að ein­stak­ling­ur­inn fari sér að voða en beri aldrei ábyrgð? Vilj­um við að rík­is­valdið setji ákveðnar regl­ur um líf og lífs­stíl fólks­ins?“

„Viljum við gefa ríkisvaldinu svona víðtækt vald?“

Í kreppunni og sóttvarnatakmörkunum sem faraldrinum fylgir hafa umsvif ríkisins stóraukist. Jón veltir fyrir sér hve mikið vald yfir lífi einstaklingsins við ætlum að færa ríkisvaldinu:

„Ef rík­is­valdið borg­ar allt, hef­ur það þá ekki líka rétt til að taka all­ar ákv­arðanir m.a. um atriði eins og hvað ger­ir lífið þess virði að lifa því og hvað eigi að gera til að koma í veg fyr­ir að fólk deyi? Vilj­um við fela rík­is­vald­inu svona víðtækt vald? Var það ein­hvern tíma ákveðið að ríkið hefði al­farið með líf og dauða fólks að gera?“

„Sagt er að Morg­an skip­stjóri, mik­il­virk­asti sjó­ræn­ingi Kar­ab­íska hafs­ins, hafi spurt áhöfn sína þegar hann tók við sem for­ingi sjó­ræn­ingj­anna hvort þeir vildu stutt líf og skemmti­legt eða langt líf og leiðin­legt í hlekkj­um. Áhöfn­in valdi frek­ar stutt líf og skemmti­legt,” skrifar Jón en ætla má að hann vilji frekar stutt líf á skemmtilega sjóræningjaskipinu sem Ísland er frekar en langt og leiðinlegt líf í hlekkjum sóttvarnaraðgerða.

Jón segir það vera fordæmalaust að atvinnustarfsemi skuli opna og loka eftir geðþótta stjórnvalda:

„Í þeim far­aldri sem nú ríður yfir hef­ur rík­is­valdið ít­rekað tekið ákvörðun um og talið sér heim­ilt að frysta efna­hags­starf­sem­ina og borga fólki laun fyr­ir störf sem það vinn­ur ekki og eru jafn­vel ekki leng­ur til. Á rík­is­valdið að hafa svo víðtæk­ar heim­ild­ir? Hvenær var það samþykkt, að rík­is­valdið hefði svona víðtæk völd yfir at­vinnu­starf­sem­inni? Yf­ir­vof­andi efna­hagskreppa er vegna póli­tískra ákv­arðana. Vafa­laust verður reynt að viðhalda tryllt­um hrunadansi efna­hags­kerf­is­ins fram yfir kosn­ing­ar ef þess gefst nokk­ur kost­ur, en hvað svo? “

„Er ekki kominn tími til að treysta heilbrigðum einstaklingnum?“

Jón vitnar síðan í Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseta:

„Helsta skylda rík­is­ins er að vernda borg­ar­ana en ekki stjórna lífi þeirra.“ og endar greinina á stórri spurningu: „Er ekki kom­inn tími til að treysta heil­brigðum ein­stak­lingnum bet­ur og láta hann gera sína réttu hluti og/​eða vit­leys­ur á eig­in ábyrgð en ekki á ábyrgð skatt­greiðenda?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Wolt í samstarf við Domino´s

Wolt í samstarf við Domino´s
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“