fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Staksteinar segja RUV bera ábyrgð á mótmælum við heimili stjórnmálamanna – „Ógeðfelld pólitísk barátta“

Heimir Hannesson
Föstudaginn 22. janúar 2021 10:13

Davíð Oddsson telur aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu vera gagnslaust hálfkák.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höfundur Staksteina í Morgunblaði dagsins í dag gerir, enn eina ferðina, RUV að umfjöllunarefni sínu. Segir höfundurinn RUV bera beina og óbeina ábyrgð á „ógeðfelldum“ mótmælum utan við heimili stjórnmálamanna undanfarin ár.

Margt miður geðslegt sést í stjórnmálabaráttu en fátt ef nokkuð er jafn ógeðfellt og áreiti eða jafnvel árásir á fólk á heimilum þess. Sigurður Már Jónsson blaðamaður fjallar um þetta í pistli á mbl.is og segir þar frá myndbandi á Facebook sem sýni skiltakarlana svokölluðu mæta heim til fyrrverandi dómsmálaráðherra til að afhenda henni ósmekkleg pólitísk skilaboð.

Höfundurinn rifjar þá upp mótmæli við heimili Steinunnar Valdísar, fyrrum borgarstjóra og þá þingmanns Samfylkingarinnar. Styrkir sem Steinunn hafði þegið frá fyrirtækjum sem stórtæk voru í viðskiptum á árunum fyrir efnahagskreppuna 2008 voru kveikjan að mótmælunum. Steinunn tjáði sig mörgum árum síðar um mótmælin og varð mörgum þá ljóst hversu djúpstæð áhrif það hafði á Steinunni og fjölskyldu hennar.

Sigurður Már nefnir fleiri dæmi, svo sem frá margra vikna umsátursástandi við heimili fyrrverandi borgarstjóra, sem þá var þingmaður Samfylkingarinnar, eftir fall bankanna. Dóttir þessa stjórnmálamanns lenti í skrílnum og settar voru upp „sýningar með afhendingu einhverra plagga,“ segir Sigurður, sem bendir líka á að „Ríkissjónvarpið lét hafa sig í að taka þátt í þessu.“

DV fjallaði ítarlega um mótmæli við einkaheimili ráðherra hér á landi á síðasta ári. Þá umfjöllun má nálgast hér: Mótmæli við einkaheimili ráðherra á Íslandi aldrei haft ætlaðan árangur – Fjölskyldan varð óttaslegin.

Staksteinar varpa nú fram kenningu sem ekki hefur farið mikið fyrir hingað til í umræðunni: Nefnilega að RUV beri beina eða óbeina ábyrgð á mótmælunum.

Ríkisútvarpið gerði raunar meira en bara það að mæta á staðinn og taka þátt í ófögnuðinum, stofnunin vísaði fólki beinlínis á heimili fólks til að stuðla að því að rjúfa friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu þess.

Þá segir höfundurinn að framferði sé órannsakað, og enginn hjá RUV beðist afsökunar á framferði fréttamanna stofnunarinnar.

Þetta framferði stofnunarinnar, sem nýtur stuðnings almennings hvort sem fólki líkar betur eða verr og er sögð gegna öryggishlutverki, hefur enn ekki verið rannsakað.

Stofnunin hefur ekki heldur beðist afsökunar á þessu framferði. Ef til vill er það vegna þess að það er í raun óafsakandi. En líklega frekar vegna þess að stofnunin sér ekki nú frekar en þá nokkuð athugavert við þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Wolt í samstarf við Domino´s

Wolt í samstarf við Domino´s
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“