fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Eyjan

Mikil þensla hjá ráðuneytunum – Mikil útgjaldahækkun

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 08:00

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tölum frá Stjórnarráðinu hefur mikil útgjaldahækkun og áherslubreyting orðið í fjármálum ríkisins frá hruni. Stærsta breytingin er að útgjöld til velferðarmála, heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytanna, hafa hækkað um 154 milljarða á föstu verðlagi árin 2007 og 2020. Þetta jafngildir 46% útgjaldaaukningu í þessum málaflokkum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að útgjöld ráðuneyta og stofnana hafi aukist um tæplega 30% og hafi sú hækkun átt sér stað á síðustu fimm árum.

Hjá flestum ráðuneytum hafa útgjöldin aukist um tugi prósenta. Hjá forsætisráðuneytinu um 25%, 26% hjá menntamálaráðuneytinu og 37,5% hjá dómsmála- og samgönguráðuneytunum.

Það eru tvö ráðuneyti sem skera sig úr hvað varðar útgjaldaaukningu en það eru fjármálaráðuneytið þar sem útgjöldin hafa hækkað um tæplega 66% á tímabilinu en það má að stórum hluta skýra með gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga og niðurfærslu á eignarhlutum og hlutafé en það var gert 2016. Hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu hafa útgjöldin tæplega tvöfaldast en aukningin nemur 98,4%. Mörg verkefni hafa verið flutt til ráðuneytisins á tímabilinu, aðallega frá landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytunum, en hjá þeim hafa útgjöldin lækkað um 8% samtals.

Þrátt fyrir að framlög til varnarmála hafi verið aukin um 25% og 53% til þróunarsamvinnu hafa útgjöld utanríkisráðuneytisins dregist saman um 2% en sendiráðum hefur verið fækkað um fjögur.

Framlög til æðstu stjórnar ríkisins hafa hækkað um 37% og vaxtagjöld um 13%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún hefur lítinn tíma til að ná tökum á flokknum – lífsnauðsyn að skipta um þingflokksformann

Orðið á götunni: Guðrún hefur lítinn tíma til að ná tökum á flokknum – lífsnauðsyn að skipta um þingflokksformann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Logi Einarsson: Ég vil að fólk geti helgað sig námi í 3-5 ár – Menntasjóður þarf að vera félagslegur jöfnunarsjóður

Logi Einarsson: Ég vil að fólk geti helgað sig námi í 3-5 ár – Menntasjóður þarf að vera félagslegur jöfnunarsjóður
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sægreifar panta skipulegar árásir úr öllum áttum á fyrirhugaða hækkun veiðileyfagjalda

Orðið á götunni: Sægreifar panta skipulegar árásir úr öllum áttum á fyrirhugaða hækkun veiðileyfagjalda