fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Sigurður ræðir um ofbeldi gegn stjórnmálamönnum og deilir á Skiltakarlana

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 19. janúar 2021 17:56

Samsett mynd DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á Facebook má finna myndband af því þegar skiltakarlarnir svokölluðu mæta heim til Sigríðar Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, til að afhenda henni í háðungarskyni verðlaun fyrir að vera spilltasti stjórnmálamaðurinn. Verðlaun sem þeir virðast sjálfir halda úti en hér er um að ræða tvo menn á eftirlaunum, þá Ólaf Sigurðsson og Leif Benediktsson, sem gera sig gildandi í mótmælendasamfélagi Reykjavíkur eftir að hafa starfað fyrir Lýðræðisvaktina á sínum tíma. Annar þeirra afhendir Sigríði verðlaunin og hinn tekur atvikið upp,“ segir Sigurður Már Jónsson, pistlahöfundur á Morgunblaðinu, í grein sinni í gær, en hann vísar til atviks sem vakti nokkra athygli á dögunum.

Umrætt myndband var nokkuð umdeilt á Facebook og sumir sem telja sig andsnúna Sigríði Andersen gáfu framtakinu lága einkunm. Sigurður segir uppákomuna hafa verið vandræðalega:

„Þetta er hálf vandræðaleg uppákoma og skiltakarlinn sem stendur í dyragættinni er afsakandi enda virðist hann vita hve ósmekklegt er að haga sér svona við heimili fólks. Á heimilinu eru enda börn og svona atvik geta komið misjafnlega við þau þó að Sigríður láti engan bilbug á sér finna þar sem hún stendur í dyragættinni á heimili sínu og á orðastað við karlanna. Þess má geta að skiltakarlarnir afhentu Bjarna Benediktssyni þessi sömu verðlaun árið 2018 en gerðu það þá á opinberum vettvangi.“

Sigurður notar þetta tilefni til að velta fyrir sér hve langt megi ganga í áreiti á stjórnmálamanna og hann bendir á að flestu venjulegu fólki þyki að heimilið eigi að vera griðastaður, líka fyrir stjórnmálamenn. „En þeir kjósa að fara heim til hennar, þeir eru ekki meiri menn en það. Þetta atvik er þó aðeins eitt í langri röð ofbeldisaðgerða þar sem grið eru rofin á heimilum stjórnmálamanna,“ segir Sigurður.

Enginn látinn sæta ábyrgð ofbeldishótanir

Sigurður rekur fleiri dæmi um ofbeldi gegn stjórnmálamönnum og rifjar upp nýlegt viðtal við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra, á Rás 1, þar sem hún lýsti því að hún hefði þurft að þola stanslausar hótanir, jafnvel morðhótanir í kjölfar lekamálsins svokallaða árið 2014. Þurfti Hanna Birna að vera undir stöðugri vakt hjá lögreglu og notast við neyðarhnapp mánuðum saman. Sigurður skrifar: „Átakanlegt var að hlusta á lýsingar á því þegar Hanna Birna þurfti að setjast niður með börnunum sínum til að útskýra öryggiskerfi og virkni neyðarhnappa og annarra viðbragðsáætlana ef einhver myndi fylgja hótununum eftir. Í framhaldi þess ákvað hún að hætta í stjórnmálum. Því miður virðist engin hafa verið látin sæta ábyrgð fyrir ofbeldishótanirnar og furðu margir virðast líta á þetta sem óhjákvæmilegan fylgikvilla stjórnmála nútímans.“

Sigurður veltir því fyrir sér hvort ofbeldi gegn stjórnmálamönnum njóti pólitískrar velvildar á vissum stöðum og hann rifjar upp umsátur sem nokkrir stjórnmálamenn máttu þola á árunum eftir hrun. Grein hans má lesa hér

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hver er „ísmærin“ sem verður starfsmannastjóri Hvíta hússins?

Hver er „ísmærin“ sem verður starfsmannastjóri Hvíta hússins?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum