fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Hart tekist á um bankasöluna í Silfrinu: „Verum ekki barnaleg“ – „Þú ert svolítið föst í fortíðinni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 17. janúar 2021 12:12

Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þær Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Guðrún Johnsen, hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, voru mjög ósammála um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka. Greindi þær mjög á um hvort nú væri rétti tíminn til að ráðast í slíka einkavæðingu.

Ásdís benti á að um væri að ræða sölu á fjórðungshlut í bankanum. Núna væri staðan sú að ríkið ætti 2/3 af bankakerfinu og allar vestrænar þjóðir teldu ekki skynsamlegt að meirihluti bankakerfisins sé í eigu ríkisins. Þá sýndi reynslan einnig að eignarhald ríkisins kæmi ekki í veg fyrir mögulegt bankahrun.

Guðrún sagði að kjarni málsins væri sá að 20% af lánabók Íslandsbanka væri í frystingu. Því væri þetta slæmur tími til að selja banka. „Í venjulegu árferði viltu sjá þetta hlutfall í 1%,“ sagði Guðrún en Ásdís benti á að þessi frysting lægi að mestu í lánum til ferðaþjónustufyrirtækja sem væru í skjóli en ættu eftir að blómstra síðar, þegar Covid-faraldurinn er liðinn hjá.

Guðrún benti á að nákvæmlega í þessum punkti lægi hætta: Lánasafn með svo mikið í frystingu laði að sér áhættufjárfesta sem hugsi fyrst og fremst um eigin hag og myndu ekki hika við að ganga að veðum og leysa upp fyrirtæki, en myndu síður en ríkið veita ferðaþjónustufyrirtækjunum skjól.

Ásdís ítrekaði að aðeins væri verið að selja einn fjórða úr bankanum. Þá benti hún á að þó að við værum í miðjum faraldri hefðu bankarnir sýnt mikinn viðnámsþrótt og eiginfjárhlutfall þeirra sé hátt. Það væri ekki að eiga sér stað bakslag á fjármálamörkuðum. Það væri skynsamlegt að losa um hlut ríkisins í bankanum og fá þannig inn peninga til að greiða niður skuldir sem nú hlaðast upp hjá ríkinu vegna faraldursins og þeirra aðgerða sem ríkið þarf að grípa til til að aðstoða fyrirtæki og einstaklinga.

Guðrún efast um að ekki sé hætta á krosseignatengslum og óeðlilegum lánum til tengdra aðila eigendanna eins og átti sér stað í aðdraganda bankahrunsins en slíkt atferli var stór orsakavaldur í hruninu. Ásdís taldi þetta fráleitt enda væri nú allt önnur lagaumgjörð og traustara eftirlit en á árunum fyrir hrun. Í þessum ágreiningi kom til hvassra orðaskipta. „Við skulum ekki vera barnaleg,“ sagði Guðrún og taldi væntanlega áhættufjárfesta hafa leiðir til að fela eignarhald lántakenda. „Þessi hræðsla um hver verður hugsanlegur eigandi er mjög skrýtin afstaða. Þú ert svolítið föst í fortíðinni,“ sagði Ásdís.

Rétt er að halda til haga að stærð hlutarins sem verður seldur úr Íslandsbanka er ekki ákvarðaður. Lágmark er fjórðungshlutur en ekkert hámark hefur verið sett á stærð hlutarins. Ein talan sem er nefnd, er 35%, sem ríkið stefni á að selja.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hver er „ísmærin“ sem verður starfsmannastjóri Hvíta hússins?

Hver er „ísmærin“ sem verður starfsmannastjóri Hvíta hússins?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum