Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur verið skipuð staðgenginn sérstaks fulltrúa Antonio Cuterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í Írak. Þetta tilkynnti Guterres í dag.
Ingibjörg mun stýra pólitískri deild og verður með kosningamál á sinni könnu í Aðstoðarsveit Sameinuðu þjóðanna í Írak UNAMI. Hún tekur við starfinu af Alice Walpole frá Bretlandi.
Ingibjörg var áður yfirmaður lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu (OSCE) og þar áður starfaði hún fyrir UN Women í Kabúl og stýrði skrifstofu UN Women í Istanbúl.