fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Eyjan

Ármann fer fögrum orðum um umdeildar áætlanir Kópavogs – Íbúar mótmæla áformunum

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 19:00

Samsett mynd - Ármann Kr. Ólafsson,  bæj­ar­stjóri Kópa­vogs

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ármann Kr. Ólafsson,  bæj­ar­stjóri Kópa­vogs, fer fögrum orðum um fyrirhugaðar framkvæmdir í Hamraborg, Kópavogi, í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að yfirhalning þar muni hafa góð áhrif á mannlíf og samgöngur, hann minnist þó lítið sem ekkert á kvartanir íbúa sem komu fram frétt í síðasta tölublaði DV.

Harmaborgin rís en íbúar mótmæla – „Það verður óbúandi í þessum 90 íbúðum í allt að þau 7 ár sem áætlað er að verkið taki“

Í frétt DV var fjallað um þessar fyrirhugaðu framkvæmdir í Hamraborg. Í fréttinni kom fram að margir væru ósáttir með þessar framkvæmdir. Íbúa segist óttast svefnleysi næstu árin og að óbúandi yrði í íbúð sinni, þar sem framkvæmdir yrðu við svefnherbergisgluggann hans.

„Þrjá metra frá svefnherbergisglugganum hjá íbúum í Fannborg 1, 3, 5 og 7 verður brotið niður 7 metra ofan í bergið – til að rýma fyrir tveggja hæða bílakjallara. Það verður óbúandi í þessum 90 íbúðum í allt að þau 7 ár sem áætlað er að verkið taki,“

Áhyggjur vegna áætlananna voru margþættari, til að mynda fjárhagslegar. Frekar má lesa um það í frétt DV.

Í pistli sínum bendir Ármann á marga kosti þessa nýja kjarna Hamraborgarinnar. Stefnt sé að því að byggja 550 íbúðir á svæðinu, sem muni vonandi skapa iðandi mann­líf. Þá tekur hann fram að með tilkomu Borgarlínu muni vera mun auðveldara að fara frá Hamraborg til Reykjavíkur.

„Áhersla verður á smærri íbúðir á þess­um nýja upp­bygg­ing­ar­reit og stefnt er að því að fólk geti keypt íbúðir án bíla­stæðis. Þar með skap­ast mögu­leiki fyr­ir þá sem kjósa bíl­laus­an lífs­stíl að festa kaup á hús­næði á hag­stæðara verði í hverfi sem er afar miðsvæðis á höfuðborg­ar­svæðinu og ótrú­lega vel tengt við stærstu vinnustaði lands­ins. Til­koma borg­ar­lín­unn­ar mun bæta teng­ing­ar Hamra­borg­ar­inn­ar enn frek­ar þar sem tvær lín­ur henn­ar munu liggja um Hamra­borg­ina.

Sem dæmi má nefna að leiðin frá Hamra­borg í Há­skól­ann í Reykja­vík verður sex mín­út­ur og stytt­ist um 11 mín­út­ur þegar borg­ar­lína yfir Foss­vog verður tek­in í notk­un. Að sama skapi stytt­ist ferðatími í Há­skóla Íslands og Land­spít­al­ann en þess­ir vinnustaðir til­heyra fjöl­menn­ustu vinnu­stöðum lands­ins. Þá batna teng­ing­ar við miðbæ Reykja­vík­ur með öll­um þeim stofn­un­um og þjón­ustu sem þar er að finna.“

Í lok pistils síns segir Ármann að eðlilega hafi þessar áætlanir skapað umræður. Hann segir að fólki sé annt um Hamraborg og hvetur áhugasama um að fylgjast með kynn­ing­ar­fundi um skipu­lagstil­lög­urn­ar sem verður streymt í dag á vef Kópavogs.

„Skipu­lagstil­lög­urn­ar hafa vakið verðskuldaða at­hygli. Áhugi íbúa í Kópa­vogi þýðir að fólki er annt um Hamra­borg­ina og hvet ég áhuga­sama til þess að fylgj­ast með kynn­ing­ar­fundi um skipu­lagstil­lög­urn­ar sem streymt verður í dag, fimmtu­dag­inn 14. janú­ar, á vef Kópa­vogs. Á vefn­um eru einnig ít­ar­leg og vönduð gögn skipu­lags­ins og þrívídd­ar­gögn sem gott er að skoða.

Í þró­un­ar­ferli miðbæj­ar­ins hef­ur átt sér stað mikið sam­ráð og hug­mynda­vinna. Lagðar voru fram tvær vinnslu­til­lög­ur sem er eins­dæmi eft­ir því sem ég best veit. Nú eru til­lög­urn­ar í kynn­ing­ar­ferli deili­skipu­lags og því enn hægt að senda inn ábend­ing­ar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör