fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Erfiðir tímar fram undan hjá Repúblikönum eftir árásina á þinghúsið

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. janúar 2021 07:55

Stuðningsmenn Donald Trump réðust á þinghúsið 6. janúar 2021. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið síðasta miðvikudag opinberaði þann mikla klofning sem er í Repúblikanaflokknum. Líklegt má telja að árásin muni hafa mikil áhrif á bandarísk stjórnmál næstu árin.

Stuðningsmenn Trump segja að árásin hafi verið mótmæli gegn þaulskipulögðu kosningasvindli þar sem sigurinn í forsetakosningunum hafi verið hafður af Trump. Aðrir segja að árásin hafi verið árás á lýðræðið í landinu en mörgum hefur þótt það eiga undir högg að sækja á valdatíma Trump.

Niðurstöður skoðanakönnunar, sem var gerð nokkrum klukkustundum eftir árásina á miðvikudaginn, sýna að 45% af kjósendum Repúblikanaflokksins styðja árásina en 43% voru henni mótfallin. Það var Yougov sem gerði könnunina.

Ekki er annað að sjá en að innan forystu flokksins og meðal þingmanna hans sé afstaðan til Trump einnig klofin. Á að draga hann fyrir ríkisrétt á nýjan leik fyrir að hafa hvatt til árásarinnar? Á bara að þola hann fram til 20. janúar? Eða eiga Mike Pence og ríkisstjórn Trump að víkja honum úr embætti á þeim grunni að hann sé ekki andlega heill? Fyrir helgi kom fram að Pence væri þessu mótfallinn en í gær, sunnudag, skýrði CNN frá því að Pence útilokaði þetta ekki en vildi bíða og sjá hver framvinda mála verði. Þá eru Demókratar langt komnir með undirbúning málshöfðunar á hendur Trump til embættismissis og er jafnvel talið að hún verði lögð fram í dag og mun þá hefðbundið ferli ríkisréttar taka við á þinginu.

Hefur áhrif til framtíðar

Klofningurinn innan flokksins staðfestir að síðasta vika var honum erfið og dýr og líklegt má telja að atburðirnir muni hafa áhrif langt inn í framtíðina. Árásin á þinghúsið var ekki eina áfallið sem dundi á flokknum í síðustu viku því á þriðjudaginn tapaði hann tveimur þingsætum í öldungadeildinni í kosningum í Georgíu og missti þar með meirihlutann í deildinni.

Donald Trump. Mynd:EPA

Daginn eftir réðust stuðningsmenn Trump síðan inn í þinghúsið eftir áeggjan hans að margra mati og það mun hafa áhrif á flokkinn og Trump. „Þessi vika er líklega endirinn á tíma hans sem leiðandi stjórnmálamanns,“ skrifaði Wall Street Journal sem er hallt undir Repúblikanaflokkinn.

Það er auðvitað erfitt að segja til með vissu hversu miklar afleiðingar árásin mun hafa á flokkinn en flestir eru vissir um að þau verða mikil. Margir stjórnmálaskýrendur segja að það muni koma mjög á óvart ef atburðirnir hafa ekki áhrif á flokkinn.

Lofaði gulli og grænum skógum

Árum saman hefur Trump lofað Repúblikönum gulli og grænum skógum. „Við munum vinna svo mikið að maður getur eiginlega orðið leiður á að vinna,“ hefur hann margoft sagt. En þegar raunveruleikinn er skoðaður þá er staða Repúblikanaflokksins ekki alveg jafn góð og Trump hefur haldið fram og lofað. Þegar hann tók við forsetaembættinu í janúar 2017 voru Repúblikanar í meirihluta í fulltrúadeildinni og öldungadeildinni. Þeir misstu meirihlutann í fulltrúadeildinni 2018, Trump tapaði í forsetakosningunum í nóvember á síðasta ári og í síðustu viku missti flokkurinn meirihluta sinn í öldungadeildinni.

Washington Post bendir á að þetta sé mjög slæm frammistaða flokksins þegar horft er aftur í tímann og sagan skoðuðu. Segir blaðið að Trump sé fyrsti forsetinn síðan á tímum kreppunnar miklu sem hafi tapað öllum þremur kosningunum á einu kjörtímabili. Í heildina hefur það aðeins gerst hjá fimm öðrum forsetum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“