fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Björn segir óeirðirnar í Bandaríkjunum skiljanlegar – „Hvernig mynd­ir þú bregðast við ef for­set­inn þinn ræki upp neyðaróp?“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 8. janúar 2021 18:20

Björn Leví Gunnarsson. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir óeirðirnar í Bandaríkjunum skiljanlegar, en þó ekki réttlætanlegar. Þetta kemur fram í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í dag, þar sem hann ræðir óeirðirnar og orsakir þeirra.

Hann byrjar á að fjalla um mótmæli Black Lives Matter-hreyfingarinnar, sem voru hvað mest áberandi í sumar í kjölfar morðsins á George Floyd. Hann segir að þegar að lögregla eigi það reglulega til að drepa vini þína og félaga þá sé ekki eðlilegt að fólk bregðist við með mótmælum. Björn segir einnig skiljanlegt að fólk beiti ofbeldi í þessum aðstæðum, þó honum finnist það ekki réttlætanlegt. Hann lýsir síðan óeirðum vikunnar á svipaðan hátt.

„Hvernig mynd­ir þú bregðast við ef lög­regl­an myrti reglu­lega vini þína, kunn­ingja, fé­laga eða fólk sem þú sam­sam­ar þig við? Mynd­ir þú bregðast við með mót­mæl­um? Von­andi. Mynd­ir þú bregðast við með of­beldi? Lík­lega ekki. En við vit­um al­veg að ein­hver gætu gert það og við mynd­um jafn­vel skilja af hverju. Skilj­an­legt, en ekki rétt­læt­an­legt.

Hvernig mynd­ir þú bregðast við ef for­set­inn þinn ræki upp neyðaróp um að verið væri að stela kosn­ing­um og grafa und­an lýðræðinu? Mynd­ir þú bregðast við með mót­mæl­um? Von­andi. Mynd­ir þú bregðast við með of­beldi? Lík­lega ekki. En við vit­um al­veg að ein­hver gætu gert það og við mynd­um jafn­vel skilja af hverju. Skilj­an­legt, en ekki réttlætanlegt.“

Björn heldur því fram að hann muni aldrei réttlæta ofbeldi. Hann segir þó að í aðstæðum þar sem að leiðtogi líkt og Trump dreifi áróðri og ljúgi skapist ákveðnar aðstæður sem hafi hörmuleg áhrif. Björn segir að í nútímanum sé oft erfitt að greina á milli þess sem er satt og ósatt sérstaklega þegar maður trúi öllu sem einhver segi.

„Ég skil að fólki geti mis­boðið svo heift­ar­lega að það slær frá sér. Ég mun aldrei af­saka eða rétt­læta slíkt en ég get sýnt því skiln­ing. Þegar maður, sem á að heita leiðtogi, eyðir heilu og hálfu ár­un­um í að dreifa áróðri og ljúga hef­ur það óhjá­kvæmi­lega áhrif. Í til­viki árás­ar­inn­ar á þing­hús Banda­ríkj­anna hörmu­leg áhrif.

Við búum nú í sam­fé­lagi þar sem það get­ur verið mjög erfitt að greina á milli þess hvað er satt og hvað er logið. Sérstak­lega ef fólk er ekki til­búið til þess að ef­ast um það sem leiðtogi þess seg­ir held­ur tek­ur öllu sem kem­ur frá honum og hans flokks­fé­lög­um án gagn­rýni, án efa­semda. Hefðbundn­ar vís­bend­ing­ar sem venju­lega væri hægt að nota til þess að finna slík­an áróður og lyg­ar virka ekki eins vel og áður. Þar á ég við full­yrðing­ar um að heilu miðlarn­ir séu falsmiðlar, að ekk­ert sem kem­ur frá þeim sé trú­verðugt. Ef valda­fólk nýt­ir slík­ar merkimiðaaðferðir eig­um við að bregðast við af mik­illi varúð. Slík­ar full­yrðing­ar hefðu áður merkt viðkom­andi vald­hafa sem lyg­ara. Í dag eru hins vegar heilu miðlarn­ir til­einkaðir fals­frétt­um, áróðri og út­úr­snún­ing­um frá A til Ö.“

Að lokum segir Björn að það sé engin tilviljun að þessar aðstæður hafi skapast þegar fólk geti auðveldlega logið sér til framgangs. Því segir Björn að það sé mikilvægt að treysta á stofnanir lýðveldisins, en að fulltrúar þess verði einnig að standa við sitt. Lygin búi til gjá sem verði svo breið að fólk fari að slá frá sér.

„Það er eng­in til­vilj­un held­ur. Ástæðan fyr­ir því að þetta er svona er af því að það er mögu­legt og óprúttn­ir aðilar nýta sér það sjálf­um sér til fram­gangs. Óhjá­kvæmi­lega falla ein­hverj­ir fyr­ir lyg­inni, verja hana og efla.

Þess vegna er traust á stofn­un­um lýðræðis­ins mik­il­vægt. Að það sé hægt að treysta því að þær stofn­an­ir komi hreint og beint fram. Að það sé hægt að treysta því að þeir full­trú­ar sem fara með lýðræðis­legt vald fari vel með það. Að þeir fulltrú­ar axli ábyrgð ef þeir bregðast því valdi. Að þeir full­trú­ar beiti ekki lyg­um og út­úr­snún­ing­um sjálf­um sér til fram­drátt­ar. Því á meðan lyg­in er kannski aug­ljós mörg­um þá er hún heil­ög sann­indi fyr­ir öðrum. Gagnvart leiðtoga sín­um sjá þau ekk­ert illt, heyra ekk­ert illt og segja ekkert illt. Óhjá­kvæmi­leg af­leiðing þess er gjá. Gjá sem get­ur orðið svo breið að fólki ofbýður svo mikið að lok­um að það slær frá sér. Skilj­an­legt, ekki réttlæt­an­legt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Wolt í samstarf við Domino´s

Wolt í samstarf við Domino´s
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“