fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Allt sem þú þarft að vita um kosningarnar í Bandaríkjunum í dag

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 5. janúar 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæði Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, og Donald Trump, fráfarandi forseti, heimsóttu ríkið Georgíu í gær en í dag fara þar fram tvennar kosningar. Er þar kosið um tvo fulltrúa ríkisins í öldungadeildinni. Mjótt er á munum í báðum kosningunum, en meirihluti í öldungadeildinni næstu tvö ár er undir. Sigri Demókratar báðar kosningarnar munu þeir hafa meirihluta í báðum deildum þingsins og sinn mann í Hvíta húsinu næstu tvö ár, en þá verður kosið um þriðjung efri deildarinnar og alla þingmenn neðri deildarinnar að nýju. Niðurstaða kosninganna í dag mun því óneitanlega móta fyrstu ár Bidens í embætti. Repúblikanar þurfa aðeins að sigra aðrar kosningarnar til þess að halda sínum meirihluta og munu þá geta lagt stein í götu Bidens eins og þeim lystir. Öldungadeildin þar meðal annars að samþykkja allar tilnefningar Bidens í embætti.

Joe Biden sigraði ríkið í forsetakosningunum í nóvember í fyrra með aðeins 10.779 atkvæðum og hefur Donald Trump átt í erfiðleikum með að sætta sig við tapið þar. Fóru þá jafnframt fram kosningar um bæði sæti ríkisins í öldungadeildinni. Niðurstaðan í báðum kosningunum var sú að enginn fékk meiri en 50% atkvæða og þarf því að kjósa á milli tveggja efstu frambjóðendanna.

Staðan í efri deild þingsins er nú þannig að Repúblikanar halda 50 sætum og Demókratar 48. Demókratar hafa nú tækifæri til þess að vinna jafna Repúblikana. Þannig yrði staðan 50/50, en stjórnarskráin bandaríska tryggir varaforseta landsins úrslitaatkvæði ef atkvæði falla jöfn í öldungadeildinni. Varaforseti Joe Biden verður Kamala Harris, sem jafnframt verður fyrsta konan til að gegna embættinu. Harris er sjálf fyrrum öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, og þekkir því umhverfið og pólitíkina þar mæta vel.

Donald Trump hefur endurtekið í sífellu ásakanir sínar um útbreitt kosningasvindl, meðal annars í Georgíu og að atkvæði sem áttu að falla honum í skaut hafi ýmist horfið eða verið breytt. Hann og lögmannsteymi hans hafa enn ekki fært neinar sannanir fyrir ásökunum sínum.

„Demókratarnir eru að reyna að stela Hvíta húsinu, þið megið ekki leyfa þeim það,“ sagði Trump við áhorfendur sínar í Georgíu í gær. Ummælin vöktu talsverða undan, enda snúast kosningarnar í dag um öldungadeildina, ekki Hvíta húsið. Þykja þau gefa það til kynna að Trump sé enn fastur í að verja sinn eigin heiður og halda í völdin sem fylgja forsetaembættinu.

Keppinautarnir í kosningunum eru annars vegar David Perdue (R), og Jon Ossoff (D), og hins vegar þeir Raphael Warnock (D) og Kelly Loeffler (R).

Repúblikaninn Perdue fékk örlítið fleiri atkvæði í fyrri umferð kosninganna en mótherji sinn, Demókratinn Ossoff. Hamagangurinn í forsetanum og atburðir síðustu vikna hafa hins vegar þótt gefa Ossoff byr í seglin og leiðir Demókratinn nú skoðanakannanir með um 2% mun. Hinar kosningarnar líta líka vel út fyrir Demókratana en Warnock, prestur í kirkju baptista í ríkinu, fékk umtalsvert fleiri atkvæði en mótherji sinn Kelly Loeffler í fyrstu umferðinni. Kelly Loeffler er einn efnaðasti þingmaður Bandaríkjanna.

Staðan í ríkinu þykir merkileg fyrir þær sakir að Georgía er sögulega eldrautt ríki. Þannig var til dæmis Biden fyrsti forsetaframbjóðandi Demókrata til að sigra þar síðan 1992 þegar suðurríkjamaðurinn Bill Clinton sigraði George H. W. Bush, sitjandi forseta. Búist er við met kosningaþátttöku, jafnvel hærri en sú þeirri sem raungerðist í nóvember í fyrra.

Ólíklegt er að úrslit liggi fyrir í kvöld sökum mikils fjölda utankjörfundaatkvæða, en samkvæmt kosningalöggjöf í Georgíu hefst talning þeirra atkvæða ekki fyrr en í dag og tekur talning þeirra umtalsvert meiri tíma en talning hefðbundinna atkvæða upp úr kjörkössum. Því má einnig vænta að fyrstu tölur verða Repúblikönum í hag en að niðurstaðan sveiflist svo til Demókrata eftir því sem líður á talninguna, enda eru umtalsvert fleiri Demókratar en Repúblikanar sem nýta sér möguleika á utankjörfundaratkvæðagreiðslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland svarar gagnrýninni fullum hálsi og segir komið fram við þjóðina eins og fífl – „Óvandaðir falsfréttamiðlar“

Inga Sæland svarar gagnrýninni fullum hálsi og segir komið fram við þjóðina eins og fífl – „Óvandaðir falsfréttamiðlar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorgerður Katrín: Í Covid vorum við upp á náð og miskunn Svía komin vegna þess að Ísland var ekki í ESB

Þorgerður Katrín: Í Covid vorum við upp á náð og miskunn Svía komin vegna þess að Ísland var ekki í ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir