fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Fjórðungur landsmanna myndi kjósa Sjálfstæðisflokkinn í dag

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 5. janúar 2021 11:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins og myndu 24% landsmanna kjósa hann ef gengið væri til kosninga í dag. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup sem birtur var í dag.

Samfylkingin er næst á eftir Sjálfstæðisflokknum með 17% fylgi og er næst stærsti flokkur landsins. Þar á eftir koma Píratar og Vinstri grænir með um það bil 12% hvor og Viðreisn með 10%.

Fylgi Vinstri grænna lækkar áberandi mest

Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn mælast nokkuð jafnir, Framsókn með 8,3% og Miðflokkur með 9,1%.

Hvorki Flokkur fólksins né Sósíalistaflokkurinn ná inn manni á þing miðað við þessa könnun.

Niðurstöður könnunarinnar eru áþekkar niðurstöðum síðasta Þjóðarpúls og hafa sveiflurnar verið litlar. Könnunin var gerð 1. desember til 3. janúar. Svarhlutfall var 51,5% af 10.958 heildarúrtaksstærð, og nefndu 78,8% svarenda flokk. 9.3% sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu.

Niðurstöðurnar má sjá hér að neðan, samaborið við fylgi hvers flokks fyrir sig í síðustu Alþingiskosningum 2017:

Sjálfstæðisflokkurinn: 23,7% (25,3%)
Vinstri grænir: 11,7% (16,9%)
Samfylkingin: 17,0% (12,1%)
Miðflokkurinn: 9,1% (10,9%)
Framsóknarflokkurinn: 8,3% (10,7%)
Píratar: 11,9% (9,2%)
Flokkur fólksins: 4,3% (6,9%)
Viðreisn: 10,0% (6,7%)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Wolt í samstarf við Domino´s

Wolt í samstarf við Domino´s
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“