fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Mogginn ber Ísland saman við Ísrael – Hjarðónæmi „fjarlægur draumur“ á Íslandi

Heimir Hannesson
Mánudaginn 4. janúar 2021 10:26

Davíð Oddsson telur aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu vera gagnslaust hálfkák.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins gerir stöðuna á bólusetningum hér á landi og í Ísrael að umfjöllunarefni sínu í blaði dagsins í dag. Ber höfundur þar stöðuna hér heima saman við þá í Ísrael og er óhætt að segja að niðurstaðan sé ekki beysin fyrir Íslendingana.

„Margt hefur gengið vel hér á landi í glímunni við kórónuveirufaraldurinn þó að mistök hafi einnig verið gerð, jafnvel mjög alvarleg,“ skrifar leiðarahöfundurinn og bendir á að fjöldi dauðsfalla hafi vissulega verið „hóflegur“ miðað við dánartíðni annars staðar. „Hvert tilfelli, að ekki sé talað um dauðsfall, er einu tilfelli of mikið,“ segir hann þá.

Mörg ríki sem við berum okkur saman við hafa náð minni árangri en við og á þann mælikvarða getum við verið ánægð með okkar hlut. Eitt þessara ríkja er Ísrael, sem hefur hærri dánartíðni en Ísland og glímir nú við mun erfiðari bylgju faraldursins en við.

Nú eru hins vegar líkur á að Ísrael nái mun fyrr tökum á faraldrinum en Ísland og virðist það stafa alfarið af því að ísrealsk stjórnvöld hafa farið aðra leið en stjórnvöld hér á landi við að tryggja bóluefni. Nú er staðan sú að Ísrael hefur bólusett yfir eina milljón manna á  um hálfum mánuði, sem er mikill árangur hjá rúmlega níu milljóna manna þjóð. En hvernig stendur á því að Ísraelar hafa náð slíkum árangri og bólusetja nú um 150 þúsund á dag þegar flestar aðrar þjóðir, þ. á. m. Íslendingar, ná litlum árangri enn sem komið er.

Höfundur vísar þá til viðtals við heilbrigðisráðherra Ísraels og stöðu heilbrigðiskerfisins þar. Kerfið þar er sterkt, allir íbúar skráðir og það heldur vel utan um landsmenn. „Fámennið er líka sagt hjálpa Ísrael, en að því leyti stendur Ísland að sjálfsögðu miklu framar.“

Grunnurinn að árangrinum var þó að Ísraelar fóru snemma af stað í að tryggja sér bóluefni með samningaviðræðum við lyfjaframleiðendur, eins og heilbrigðisráðherrann þar í landi hefur lýst í viðtali. Hann segir lyfjafyrirtækin hafa verið áhugasöm um að senda lyf til Ísraels þar sem heilbrigðiskerfið væri þekkt fyrir skilvirkni og að safna áreiðanlegum upplýsingum. „Við erum fyrst í þessu kapphlaupi heimsins vegna þess að við undirbjuggum okkur snemma,“ segir ísraelski heilbrigðisráðherrann.

Ísraelar hafa nú bólusett um 13% landsmanna sinna og bætist um 1% við þá tölu á hverjum degi, skrifar höfundurinn nafnlausi. 40% þeirra eldri en 60 ára hafa nú verið bólusettir sem eru ásamt heilbrigðisstarfsmönnum í fyrsta forgangshópi.

Ef ekki slær í bakseglin er hjarðónæmi innan seilingar í Ísrael, en hér á landi virðist það enn nokkuð fjarlægur draumur. Forsætisráðherra Íslands talar um að vonir standi til að búið verði að bólusetja meirihluta þjóðarinnar á fyrri hluta ársins, en hvað þýðir það í raun?

Höfundurinn segir svör ráðamanna hér á landi hafa verið ósannfærandi og ófullnægjandi.

Sagt er að rétt hafi verið að fara í samflot með Evrópusambandinu um bóluefni, sem má vel vera rétt. En átti það að útiloka að farin væri sú leið sem Ísraelar og ýmsar aðrar þjóðir, svo sem Bretar, bersýnilega fóru? Hefði ekki verið hyggilegt að halda öllum möguleikum opnum, reyna allar leiðir? Þá hefur komið fram að ríkisstjórnin hafi ekki einu sinni rætt möguleikann á að veita bóluefnum bráðaleyfi líkt og Bretar hafa gert. Hvernig má það vera að slíkt hafi ekki verið rætt og skoðað í þaula?

Bresk heilbrigðisyfirvöld sögðust ætla að ryðja úr vegi skriffinsku til þess að flýta veitingu bráðaleyfis. „Getum við ekki leitað lausna líkt og Bretar og Ísraelar, eða erum við orðin of föst í regluverkinu?

Höfundur virðist þá gera lítið úr viðræðum heilbrigðisyfirvalda við Pfizer um hugsanlegt samstarf sem myndi gera Ísland að tilraunaverkefni lyfjarisans og tryggja landinu betri aðgang að bóluefninu. „Virðist hún aðeins í skoðun innanhúss hjá Pfizer,“ skrifar höfundurinn.

Vonandi verður niðurstaðan jákvæð og þá kann að vera að stjórnvöld hér sleppi fyrir horn. Eins kann að vera að unnt verði að finna aðrar leiðir, en þá þarf fyrst að vera vilji til að leita þeirra. Viðhorfið þarf að vera að ryðja hindrunum úr vegi en ekki að nota þær sem afsökun fyrir aðgerðaleysi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland svarar gagnrýninni fullum hálsi og segir komið fram við þjóðina eins og fífl – „Óvandaðir falsfréttamiðlar“

Inga Sæland svarar gagnrýninni fullum hálsi og segir komið fram við þjóðina eins og fífl – „Óvandaðir falsfréttamiðlar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorgerður Katrín: Í Covid vorum við upp á náð og miskunn Svía komin vegna þess að Ísland var ekki í ESB

Þorgerður Katrín: Í Covid vorum við upp á náð og miskunn Svía komin vegna þess að Ísland var ekki í ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir