Áður en heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á hafði ESB eiginlega ekki neinu hlutverki að gegna hvað varðar heilbrigðismál aðildarríkjanna. En eftir að heimsfaraldurinn skall á hefur heilbrigðisstefna og barátta gegn faraldrinum verið í aðalhlutverki í Evrópu. Faraldurinn hefur varpað ljósi á að ESB er ekki í stakk búið til að sameina aðgerðir aðildarríkjanna í baráttunni og að geta sambandsins í þessum efnum er ekki mikil. Einnig liggur ljóst fyrir að það þarf að segja meira fé í heilbrigðiskerfi aðildarríkjanna.
Þetta er að minnsta kosti mat framkvæmdastjórnarinnar sem leggur til í tillögu að nýjum fjárlögum ESB að sérstök heilbrigðisáætlun verði sett á laggirnar innan sambandsins og að um 9,5 milljörðum evra verði veitt til hennar á næstu sjö árum. Megnið af peningunum á að taka að láni í gegnum endurreisnarsjóð sambandsins. Áður hafði verið reiknað með að verja um 400 milljónum evra til heilbrigðismála á næstu sjö árum.
Áætlunin hefur fengið heitið EU4Healt. Ekki er hægt að líkja henni við heilbrigðiskerfi aðildarríkjana því hún á ekki að veita sjúklingum meðhöndlun en hún mun hafa mörg önnur hlutverk. Henni er ætlað að vernda íbúa aðildarríkjanna fyrir alvarlegum heilbrigðisógnum sem virða landamæri að vettugi. Hún á einnig að bæta aðgengi fólks að lyfjum, lækningatækjum, styðja við nýsköpun og sjá til þess að verðlagning sé ásættanleg.