fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

ESB margfaldar útgjöld til heilbrigðismála

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 3. janúar 2021 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdastjórn ESB vill að útgjöld sambandsins til sameiginlegra heilbrigðismála verði hækkuð verulega og verði 23 sinnum hærri en þau eru nú. Framkvæmdastjórnin vill einnig að ESB fái meiri völd yfir heilbrigðisstefnu aðildarríkjanna í framtíðinni.

Áður en heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á hafði ESB eiginlega ekki neinu hlutverki að gegna hvað varðar heilbrigðismál aðildarríkjanna. En eftir að heimsfaraldurinn skall á hefur heilbrigðisstefna og barátta gegn faraldrinum verið í aðalhlutverki í Evrópu. Faraldurinn hefur varpað ljósi á að ESB er ekki í stakk búið til að sameina aðgerðir aðildarríkjanna í baráttunni og að geta sambandsins í þessum efnum er ekki mikil. Einnig liggur ljóst fyrir að það þarf að segja meira fé í heilbrigðiskerfi aðildarríkjanna.

Þetta er að minnsta kosti mat framkvæmdastjórnarinnar sem leggur til í tillögu að nýjum fjárlögum ESB að sérstök heilbrigðisáætlun verði sett á laggirnar innan sambandsins og að um 9,5 milljörðum evra verði veitt til hennar á næstu sjö árum. Megnið af peningunum á að taka að láni í gegnum endurreisnarsjóð sambandsins. Áður hafði verið reiknað með að verja um 400 milljónum evra til heilbrigðismála á næstu sjö árum.

Áætlunin hefur fengið heitið EU4Healt. Ekki er hægt að líkja henni við heilbrigðiskerfi aðildarríkjana því hún á ekki að veita sjúklingum meðhöndlun en hún mun hafa mörg önnur hlutverk. Henni er ætlað að vernda íbúa aðildarríkjanna fyrir alvarlegum heilbrigðisógnum sem virða landamæri að vettugi. Hún á einnig að bæta aðgengi fólks að lyfjum, lækningatækjum, styðja við nýsköpun og sjá til þess að verðlagning sé ásættanleg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Wolt í samstarf við Domino´s

Wolt í samstarf við Domino´s
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“