Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerði fyrir Fréttablaðið 23. til 28. september. Fréttablaðið hefur eftir Eirikí Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, að Íslendingar hafi, eins og flestir Evrópubúar, alltaf fylgt Demókrötum að málum frekar en Repúblikönum. Hann sagði jafnfram að vantraust í garð Trump sé nú mun meira en áður hefur sést í garð Repúblikana.
Könnunin sýnir að minnsti munurinn á milli frambjóðendanna er hjá kjósendum Miðflokksins en um 55% þeirra myndu kjósa Biden en 45% Trump. Enginn stuðningsmaður Framsóknarflokksins sagðist styðja Trump, allir myndu þeir kjósa Biden.
„Þetta segir mikla sögu og sýnir að það var raunverulegur munur á þeim sem fóru úr Framsókn og yfir í Miðflokkinn á sínum tíma,“
hefur Fréttablaðið eftir Eiríki sem sagði að þetta bendi til að klofningurinn ekki aðeins verði persónupólitískur heldur einnig efnislegur.
Nánar er hægt að lesa um könnunina á vef Fréttablaðsins.