fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Hvað segja fréttaskýrendur um kappræður næturinnar?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. september 2020 04:54

Biden og Trump á sviðinu ásamt eiginkonum sínum. Mynd: EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttaskýrendur eru flestir sammála um að kappræður næturinnar á milli Joe Biden og Donald Trump hafi verið ruglingslegar og nánast stjórnlausar. Chris Wallace, sem stýrði þeim, gekk illa að hafa stjórn á frambjóðendunum og þá sérstaklega Trump. Margir fréttaskýrendur segja að Trump hafi haldið tryggð við harðasta kjarna stuðningsmanna sinna en Biden hafi reynt að vera rödd skynseminnar. En kappræðnanna verður kannski einna helst minnst fyrir að hafa líklega verið verstu kappræður forsetaframbjóðenda í sögunni.

Trump fór ekki eftir fyrirfram ákveðnum reglum og Wallace hafði litla stjórn á framvindunni. Biden átti erfitt með að komast að fyrstu hálfu klukkustundina því hávær Trump einokaði næstum umræðuna. Cordelia Lynch hjá Sky News segir að það hafi verið bandarískur almenningur sem tapaði í nótt, hann hafi verið svikinn um almennilega umræðu um heilbrigðismál, efnahagsmál og jafnvægi í bandarísku samfélagi.

Hún bendir á að tilgangurinn með kappræðunum sé að fá fólk til að kjósa en óvíst er hvort sá sirkus, sem boðið var upp á í nótt, hafi orðið mörgum hvatning til þess. Hún segir að háttprýði hafi verið hent til hliðar. Þegar Biden ræddi um látinn son sinn, Beau, hafi Trump gripið fram í til að ráðast á Hunter son hans, sem er á lífi.

Lynch segir að það að Trump hafi ekki viljað fordæma hvíta þjóðernissinna í umræðunum sé gott vopn í vopnabúr Demókrata sem muni nú hamra á þessu í kosningabaráttunni. Með þessu hafi Trump sýnt harðasta kjarna stuðningsmanna sinna tryggð.

Að mati Lynch var frammistaða Biden í meðallagi en það geti jafnvel dugað til að vera sigurvegari næturinnar. Trump hafi ekki tekist að koma honum úr jafnvægi og frammistaða hans hafi einna helst minnt á hefðbundinn kosningafund hans.

Flestir bandarískir fréttaskýrendur eru á einu máli um að umræðurnar hafi verið hörmulega og að bandarískir kjósendur hafi verið þeir sem töpuðu í nótt. Þeir eru sammála um að Wallace hafi misst stjórn á umræðunum á fyrstu mínútum þeirra og hafi aldrei náð þeim aftur. Trump hafi einfaldlega ekki virt þær leikreglur sem samið hafði verið um og vaðið áfram og ítrekað gripið fram í fyrir Wallace og Biden og verið ósmekklegur á köflum. Á þessu eru þó undantekningar sem þurfa ekki að koma á óvart því hjá Fox News er frammistaða Trump lofuð í hástert og hann sagður hafa staðið sig frábærlega og hafi hreinlega valtað yfir Biden.

Samkvæmt könnun CBS þá telja 48% áhorfenda að Biden hafi staðið sig betur en 41% telja að Trump hafi staðið sig betur. Mikill meirihluti sagðir ósáttur við kappræðurnar og aðeins 17% sögðust telja sig hafa orðið einhvers vísari við að fylgjast með þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“