Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Helgu Völu að hlutverk varaformannsins sé mjög mikilvægt, ekki síst við að þjappa flokksfólki saman og efla liðsheildina í aðdraganda kosninga.
„Ég er þess fullviss að með því að koma samstíga og kjörkuð fram með skýra framtíðarsýn muni kjósendur fela okkur í Samfylkingunni lyklana að stjórnarheimilinu,“
er haft eftir henni.
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi, er varaformaður Samfylkingarinnar og hefur hún ekki gefið annað til kynna en að hún vilji gegna embættinu áfram. Það verður því kosið á milli Helgu Völu og Heiðu Bjargar á landsfundinum að öllu óbreyttu.
Heiða Björg var kjörin varaformaður á fund flokksins í febrúar 2017 og endurkjörin á landsfundi ári síðar.