fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
Eyjan

Seðlabankinn ætlar að selja evrur til að verja gengi krónunnar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. september 2020 08:00

Er Seðlabankinn bara verkfæri í höndum Sjálfstæðisflokksins og útgerðarinnar?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að gengi krónunnar sé „orðið mjög lágt, mun lægra en fær staðist við eðlilegt framleiðslustig í efnahagslífinu“. Seðlabankinn er reiðubúinn til að selja 240 milljónir evra á næstu vikum til að auka stöðugleika á gjaldeyrismarkaði.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Ásgeiri að hann eigi ekki endilega von á miklum áhrifum á gengið þótt lífeyrissjóðirnir verði ekki lengur bundnir af samkomulagi um að standa ekki að gjaldeyriskaupum vegna erlendra fjárfestinga.

Hann telur einnig að ferðaþjónustan muni ná sér hratt á strik þegar dregið verður úr sóttvarnarráðstöfunum.  Hér sé því um tímabundið ástand að ræða og óskynsamlegt fyrir langtímafjárfesta, eins og lífeyrissjóði, að standa í miklum gjaldeyriskaupum þegar gengið er í tímabundinn lægð.

Samningur Seðlabankans við lífeyrissjóðina, um að þeir keyptu ekki gjaldeyri, rennur út í næstu viku og eins og Markaður Fréttablaðsins skýrði frá í gær er enginn vilji meðal sjóðanna til að halda áfram að sér höndum varðandi erlendar fjárfestingar.

Seðlabankinn tilkynnti, eftir lokun markaða í gær, að hann sé reiðubúinn til að selja allt að 240 milljónir evra, sem jafngilda 40 milljörðum króna, af gjaldeyrisforða sínum til ársloka. Markmiðið með þessu er að auka dýpt og stöðugleika á gjaldeyrismarkaðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Demókratar sækja að Trump nema einn þingmaður þeirra – Hann fer aðrar leiðir

Demókratar sækja að Trump nema einn þingmaður þeirra – Hann fer aðrar leiðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tengdamóðirin var í sambandi við Áslaugu Örnu

Orðið á götunni: Tengdamóðirin var í sambandi við Áslaugu Örnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Nýtt varnarbandalag Evrópu

Sigmundur Ernir skrifar: Nýtt varnarbandalag Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Höfnum vansældarviðskiptum og veljum vellíðan

Steinunn Ólína skrifar: Höfnum vansældarviðskiptum og veljum vellíðan
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Flokksgæðingar fallinna flokka maka krókinn á Grindavík

Svarthöfði skrifar: Flokksgæðingar fallinna flokka maka krókinn á Grindavík