fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Samherji hafnar ásökunum um arðrán

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. ágúst 2020 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á árunum 2012 til 2018 töpuðu dótturfélög Samherja í Namibíu tæplega einum milljarði króna. Þetta kemur fram í reikningsskilum sem Morgunblaðið hefur fengið aðgang að og fjallar um í dag.

Fram kemur að rekstrartekjur dótturfélaga Samherja í Namibíu hafi numið 41,1 milljarði króna og rekstrarkostnaðurinn verið 38,9 milljarðar. Þegar tillit hefur verið tekið til afskrifta, fjármagnsgjalda, tekjuskatts og fleira var afkoma félaganna neikvæð á tímabilinu.

Morgunblaðið hefur eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Samherja, að tölurnar staðfesti að fullyrðingar, sem fram hafa komið um arðrán fyrirtækisins í Namibíu, eigi ekki við rök að styðjast. Umsvif félagsins hafi skilað miklum fjármunum inn í samfélagið.

„Uppgjörið sýnir að ekki er fótur fyrir þeim alvarlegu ásökunum. Ásökun um arðrán í Namibíu var mjög þungbær fyrir stjórnendur Samherja. Tölurnar sýna hins vegar að greiðslur til namibískra aðila á tímabilinu námu rúmlega 21 milljarði króna á gengi dagsins í dag.“

Er haft eftir Björgólfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund