fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Eyjan

Allt veltur á hlutafjárútboði Icelandair

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. ágúst 2020 08:00

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Icelandair stefnir að því að ljúka samningum við ríkið, banka og kröfuhafa í þessari viku. Allir þræðir fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins hafa áhrif á hver annan. Enn liggur ekki ljóst fyrir hversu háa fjármögnun þarf að tryggja fyrir lánveitingu frá bönkum.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að allir þræðir fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins séu háðir því að hlutafjárútboðið gangi vel en stefnt er að því að það fari fram í ágúst.

„Allt er háð því að hlutafjárútboðið gangi vel. Við höfum verið að undirbúa útboðið. Engar formlegar viðræður eru hafnar. Þær munu hefjast í ágústmánuði, þegar skráningarlýsing liggur fyrir.“

Er haft eftir Boga.

Í tilkynningu sem Icelandair sendi frá sér á föstudagskvöldið kemur fram að fyrirtækið hafi samið við flesta kröfuhafa og að viðræður við Íslandsbanka, Landsbanka og ríkið um lánveitingu með ríkisábyrgð séu langt á veg komnar.

Aðspurður sagði Bogi að ekki liggi fyrir á þessu stigi hvort skilyrði hafi verið sett um hve háa fjármögnun þurfi að tryggja fyrir lánveitingu en verið sé að vinna í því. Hann sagði stefnt að því að klára viðræður um fjárhæðir og frágang lokasamkomulags við íslensku bankana í vikunni.

„Nú förum við í að klára formlega samninga við þá lánardrottna sem eftir eru og íslensku bankana. Allt er þó háð því að útboðið gangi upp, þ.e.a.s. lánalínan sem ríkið er að ábyrgjast.“

Er haft eftir Boga sem sagði að einnig væri stefnt að því að klára samkomulag við Boeing um bætur vegna kyrrsetningar Max-vélanna nú í vikunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi