fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Eyjan

Svavar hraunar yfir Samherja: „Skrapar botn hins almenna velsæmis“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 24. ágúst 2020 14:30

Svavar Halldórsson. Mynd: Gunnar V. Andrésson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svavar Halldórsson, fyrrverandi fréttamaður á RÚV, fer hörðum orðum um nýtt myndband sem Samherji birti í gær, til höfuðs RÚV og rannsóknarblaðamanninum Helga Seljan. Myndbandið er nýtt innlegg í deilur um trúverðugleika gagna sem Helgi telfdi fram í Kastljóssþætti árið 2012, þar sem Samherji var vændur um að selja karfa á undirverði til dótturfyrirtækisins síns í Cuxhaven.

Sjá einnig: Samherji ekki af baki dottnir – Birta annað myndband og standa við ásakanir

Í myndbandinu er meðal annars gagnrýnt að Helgi hafi teflt fram gögnum í Excel-skjali frá Verðlagsstofu skiptaverðs og látið að því liggja að um frágengna skýrslu væri að ræða.

Svavar segir í harðorðum pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni í gær:

„Nýjasta níð-heima-vídeó Samherja skrapar botn hins almenna velsæmis með alveg nýjum krafti.

Enginn er skrifaður fyrir bullinu, hvorki sem höfundur eða ritstjóri.

Það á að hræða fjölmiðla, blaða- og fréttamenn frá því að fjalla um myrkraverk Samherja.“

Svavar segir að engu máli skipti hvort skjalið sé kallað skýrsla, minnisblað eða Excel-skjal. Upplýsingarnar sem komi fram í skjalinu séu það sem skipti máli og Samherji hafi hvergi vefengt tölurnar sem Helgi setur fram í þættinum. Svavar er mjög harðorður um vinnubrögð Samherja í málinu: „Þarna er settur fram einhliða áróður af hendi launaðra málaliða um fullkomin aukaatriði í málinu.“

Pistilinn má lesa með því að smella á tengilinn hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir að Kristrún ætli ekki að láta neinn vafa leika á því hvernig hún metur Dag B. Eggertsson

Segir að Kristrún ætli ekki að láta neinn vafa leika á því hvernig hún metur Dag B. Eggertsson
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vestræn gildi andspænis lögmáli frumskógarins

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vestræn gildi andspænis lögmáli frumskógarins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hvern vilt þú sjá sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins?

Hvern vilt þú sjá sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Grínisti aðstoðar dómsmálaráðherra

Grínisti aðstoðar dómsmálaráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ármann segir að frestun landsfundar fram á haust væri vanvirðing gagnvart flokksmönnum

Ármann segir að frestun landsfundar fram á haust væri vanvirðing gagnvart flokksmönnum