fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Samdráttur er ekki sjálfkrafa afleiðing hertra sóttvarna segir forsætisráðherra

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. ágúst 2020 08:00

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markmið hertra sóttvarnaraðgerða á landamærunum er að halda kórónuveirunni í skefjum þannig að innanlandshagkerfið verði fyrir sem minnstu raski. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í grein í Morgunblaðinu í dag. Hún bendir á að ekki sé beint samhengi á milli harðra aðgerða og efnahagssamdráttar og vísar þar til reynslu Norðurlandanna. Minni samdráttur var í Danmörku og Finnlandi en í Svíþjóð þar sem mjög vægum aðferðum hefur verið beitt í baráttunni við kórónuveiruna.

Katrín neitaði því í samtali við Morgunblaðið að ferðaþjónustan væri látin mæta afgangi.

„Það eru engar afgangsstærðir í íslensku efnahagslífi, en þetta er flókið mat á flóknum aðstæðum. Staðan er önnur nú en í vor, þegar við vonuðum að þetta væru skammtímaráðstafanir.“

Hefur blaðið eftir Katrínu sem sagði aðspurð um hvort fréttir erlendis frá um lækkandi dánartíðni af völdum veirunnar  breyti einhverju að reglulegt endurmat muni eiga sér stað á næstu mánuðum á bæði baráttunni gegn veirunni og viðbrögð stjórnvalda við efnahagsafleiðingum hennar.

Í grein sinni segir Katrín að frá upphafi hafi stjórnvöld haft að leiðarljósi að forgangsraða heilbrigði þjóðarinnar og af þeim sökum hafi verið gripið til töluverða sóttvarnaráðstafana til að hefta útbreiðslu faraldursins. Einnig hafi verið haft að leiðarljósi að lágmarka samfélagsleg og efnahagsleg áhrif af völdum faraldursins til lengri og skemmri tíma til að sem minnst áhrif verði á lífsgæði almennings.

Hún rekur síðan fyrstu viðbrögð stjórnvalda við faraldrinum og þær breytingar sem gerðar hafa verið á viðbrögðunum á landamærunum frá upphafi og nefnir þar til dæmis að um miðjan júlí hafi verið ákveðið að Íslendingar og þeir sem búa hér á landi skyldu fara í tvær sýnatökur og viðhafa heimkomusmitgát á milli þeirra.

„En svo kom að því að grípa varð í handbremsuna þann 30. júlí og setja aftur á fjöldatakmarkanir og fjarlægðarmörk innanlands eftir að veiran tók að breiðast út um samfélagið á ný. Vonbrigðin voru mikil. Aðeins nánustu aðstandendur gátu sótt útfarir, brúðkaupum og afmælisveislum var frestað og aftur var óvissa í andrúmslofti enda ljóst að önnur bylgja faraldursins var hafin.“

Hún bendir á að faraldurinn hafi vaxið um allan heim síðustu vikur og hafi smitum á landamærunum fjölgað til samræmis við það. Allt bendi til að önnur bylgja hans hér á landi tengist smitum sem komust yfir landamærin þrátt fyrir varúðarráðstafanir. Því hafi þurft að vega og meta hver næstu skref væru.

„Niðurstaða ríkisstjórnarinnar, að fengnum tillögum okkar færustu vísindamanna, var að herða þyrfti aðgerðir á landamærum með því að taka þar upp tvöfalda skimun með 4 til 5 daga sóttkví á milli sem valkosti við 14 daga sóttkví. Þar var byggt á reynslunni af aðgerðunum frá 13. júlí, þær útvíkkaðar og hertar. Ákvörðunin byggist á þróun faraldursins hér heima og erlendis en líka á þeim leiðarljósum sem sett voru í upphafi, að verja líf og heilsu fólks og tryggja að samfélagið geti gengið áfram með sem eðlilegustum hætti.“

Segir Katrín og bætir við að stjórnvöld muni áfram vinna að mati á áhrifum faraldursins og sóttvarnaráðstafana á efnahagslífið. Þetta sé flókið mat og ólíkar atvinnugreinar verða fyrir mismunandi áhrifum og ljóst sé að harðar aðgerðir á landamærunum hafi aðallega neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna. Hún fjallar síðan um hin efnahagslegu áhrif og nefnir nokkur Evrópuríki til samanburðar. Því næst víkur hún að skerðingu á borgaralegum réttindum og segir umræðuna um hana mikilvæga í lýðræðissamfélagi.

„Stefna íslenskra stjórnvalda hefur frá upphafi verið skýr; að verja líf og heilsu fólks og tryggja sem eðlilegastan gang alls samfélagsins. Allar aðgerðir okkar endurspegla þessi leiðarljós og miða að því að tryggja hag almennings á Íslandi sem allra best.“

Eru lokaorð hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”