fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Eyjan

Þorgerður Katrín spyr af hverju Samherji vilji greiða meira fyrir veiðiheimildir í Namibíu en hér á landi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. ágúst 2020 07:55

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Mynd-samherji.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var skýrsla sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðiheimildir á Íslandi og Namibíu birt. Skýrslan var unnin af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Veiðigjöld Samherja voru borin saman með því að reikna þau sem hlutfall af meðalverði afla.

Fram kemur að á árunum 2012 til 2017 greiddi Samherji um eitt prósent af meðalverði afla í veiðigjöld í Namibíu. Lögum var síðan breytt og var hlutfallið fest sem 10 prósent af aflaverðmæti. Árið 2018 greiddi Samherji 10 prósent af aflaverðmæti í veiðigjöld í Namibíu en 8,4 prósent hér á landi. Fyrir árin 2012 til 2017 var hlutfallið hér á landi 5 til 15 prósent.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag.

„Menn hljóta að fara að spyrja sig af hverju íslensk útgerð er tilbúin að greiða meira fyrir tímabundinn aðgang að auðlindinni í Namibíu heldur en ótímabundinn aðgang hér.“

Hefur blaðið eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, um málið. Hún benti einnig á að inn í tölunum fyrir Namibíu sé ekki að finna þær viðbótarfjárhæðir sem greiddar hafa verið þar í landi fyrir veiðiheimildir. Einnig virðist stórhækkun veiðigjalda í Namibíu ekki hafa snert Samherja og áhugi á veiðum þar sé til staðar.

„Skýrslan dregur líka fram það sem við þurfum að gera. Það þarf breytingar á kerfinu til að öðlast traust. Við erum ekki að tala um að kollvarpa því heldur um eðlilega, sanngjarna og réttláta uppfærslu á kerfinu. Það þarf helst að láta markaðinn ákveða verðið. En við þurfum líka skýrt auðlindaákvæði sem er eitthvert bit í en ekki svona grútmáttlaust eins og stjórnarflokkarnir auk Miðflokksins eru að leggja til.“

Sagði Þorgerður sem sagði skýrsluna einnig sýna að frá 2013 hafi veiðigjöld hér á landi sem hlutfall af aflaverðmæti lækkað verulega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Mesta lýðræðisógn okkar tíma

Sigmundur Ernir skrifar: Mesta lýðræðisógn okkar tíma
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu