fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Eyjan

Borgarstjórnarmeirihlutinn bætir við sig fylgi – Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. ágúst 2020 06:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun þá bæta flokkarnir, sem mynda meirihluta í borgarstjórn, við sig fylgi. Þeir mælast með um 58% fylgi og myndu bæta við sig þremur borgarfulltrúum ef kosið yrði núna. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mesta fylgið en tapar fylgi miðað við síðustu kosningar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu og vísar í könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir blaðið. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar mælist fylgi meirihlutaflokkanna fjögurra 57,9% en var 46,4% í kosningunum 2018. Meirihlutinn myndi því fá 15 fulltrúa ef kosið yrði nú en hefur 12 í dag.

„Þetta eru gríðarlega sterkar niðurstöður fyrir meirihlutann. Að mælast samtals með tæp 58 prósent á miðju kjörtímabili er magnaður árangur. Ég er mjög stoltur af hópnum og þakklátur fyrir stuðninginn.“

Hefur blaðið eftir Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 23,4% en flokkurinn fékk 30,8% í kosningunum 2018.

„Við erum langstærsti flokkurinn miðað við þessa könnun. Fylgið dreifist mjög mikið eins og stundum gerist á miðju kjörtímabili. Síðan er reynslan sú að valkostirnir verða skýrari fyrir kosningar. En þetta er bara brýning til okkar að vera sterkur valkostur við meirihlutann.“

Hefur blaðið eftir Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.

Samfylkingin mælist með næst mesta fylgið eða 19,4% en flokkurinn fékk 25,9% í síðustu kosningum. Fylgi Pírata mælist 15,9% sem er næstum tvöfalt meira en flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Vinstri græn mælast með 11,4% en fengu 4,6% í kosningunum. Viðreisn mælist með 11,2% en fékk 8,2% í kosningunum. Sósíalistaflokkurinn mælist með 7,1% en fékk 6,4% í kosningunum. Fylgi Miðflokksins mælist 4,8% en flokkurinn fékk 6,1% í kosningunum. Fylgi Flokks fólksins mælist 2,9% en var 4,3% í kosningunum. Fylgi Framsóknarflokksins mælist 2,6%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Útgáfa ríkisvíxla ryksugar markaðinn og keyrir upp vexti – betra fyrir alla ef ríkið tæki erlent lán

Útgáfa ríkisvíxla ryksugar markaðinn og keyrir upp vexti – betra fyrir alla ef ríkið tæki erlent lán
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bjarni hættir sem formaður Sjálfstæðisflokksins og tekur ekki sæti á þingi

Bjarni hættir sem formaður Sjálfstæðisflokksins og tekur ekki sæti á þingi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Stöðvið bruðlið, segir þjóðin

Orðið á götunni: Stöðvið bruðlið, segir þjóðin
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Stefán Einar besta valið í formannsstól Sjálfstæðisflokksins – „Ég myndi setja allan peninginn minn undir“

Segir Stefán Einar besta valið í formannsstól Sjálfstæðisflokksins – „Ég myndi setja allan peninginn minn undir“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín Jak gerir upp árið – „Svo sannarlega má segja um þetta ár að það hafi markað tímamót“

Katrín Jak gerir upp árið – „Svo sannarlega má segja um þetta ár að það hafi markað tímamót“