fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Ímynd Samherja var svo stórsködduð að hún gat varla orðið verri – Samt er hún orðin það segir Kolbrún

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. ágúst 2020 07:51

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Mynd-samherji.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að Samherji birti í vikunni myndband á YouTube sem á að vera einhverskonar málsvörn fyrirtækisins varðandi rannsókn Seðlabankans á fyrirtækinu og umfjöllun RÚV um málið á sínum tíma. Svo virðist sem birting myndbandsins hafi haft þveröfug áhrif miðað við það sem Samherji lagði upp með og má kannski segja að það hafi snúist í höndum fyrirtækisins og gert slæma stöðu verri.

Myndband þetta er umfjöllunarefni Kolbrúnar Bergþórsdóttur í pistli í Fréttablaðinu í dag en hann ber yfirskriftina: „Myndbandið“.

Í pistlinum bendir Kolbrún á að góð ímynd sé gríðarlega mikilvæg í fyrirtækjarekstri og það sé skiljanlegt að reynt sé að rétta laskaða ímynd við. Þá sé mikilvægt að hafa yfirvegun og skynsemi með í för en bendir um leið á að ákveðna eiginleika sé ekki hægt að kaupa og skipti þá engu hversu mikla peninga fólk eigi.

„Vissulega er hægt að ráða til sín ótal ráðgjafa sem fá það verkefni að lappa upp á ímyndina og borga þeim ansi vel fyrir, en það er samt engin trygging fyrir því að vel takist til. Forsvarsmenn Samherja hafa verið sakaðir um lögbrot og rannsókn er í gangi. Allt frá því þessar ásakanir komu fram hefur vörn Samherja í því máli verið ótrúverðug og meðal annars falist í því að benda á einstaklinga sem sagt er að mistök hafi verið að treysta. Gremja forsvarsmanna Samherja í garð RÚV hefur ekki farið framhjá landsmönnum og þar hefur Helga Seljan verið stillt upp sem helsta óvininum.“

Segir Kolbrún og rifjar síðan upp að í fyrrnefndu myndbandi hafi því verið haldið fram að Helgi hafi falsað gögn og að skýrsla, sem Kastljósþáttur um rannsókn Seðlabankans á Samherja byggði meðal annars á, hafi ekki verið til.

„Myndbandið var blygðunarlaus árás á fréttamanninn Helga Seljan, en þar átti að afhjúpa hann sem siðleysingja og lygara. Einhver af fjölmörgum ráðgjöfum Samherja hefði átt að vara við leið sem var fyrirfram dæmd til að mistakast. Aðgerðin „Skjótum sendiboðann“ er alþekkt en flestir sjá í gegnum hana. Velta má fyrir sér hvað hafi orðið til þess að þessi leið var valin. Hún ber vott um sambland af taugaveiklun, hroka og veruleikafirringu.“

Segir Kolbrún og víkur síðan að ímynd Samherja:

„Samherji mátti ekki við frekari skaða á ímynd sinni. Ímyndin var reyndar orðin svo stórsködduð að það var erfitt að ímynda sér að hún gæti orðið verri. Samt er hún orðin það.“

Segir Kolbrún og líkir myndbandinu við árásir erlendra einræðisstjóra á fjölmiðla í löndum sínum. Hún segir að hópur fólk hljóti að hafa tekið þá ákvörðun að gerð myndbandsins væri sterkt innlegg í varnarbaráttu Samherja og segir það lýsa óhuggulegum hugsunarhætti. Eðlilegt sé að forsvarsmenn fyrirtækis bregðist við þegar þeir eru bornir þungum sökum en viðbrögð Samherjamanna hafi verið vond. Reiði og heift hafi glapið þeim sýn.

„Í stöðu, sem er vissulega mjög þröng, en býður samt upp á ýmsa möguleika, hafa þeir valið verstu leiðina: Árásir á fjölmiðla og blaðamenn. „Samherji“ er fallegt orð. Því miður hefur fegurð þess stórlega fallið í hugum margra Íslendinga af því þeir setja orðið í samhengi við fyrirtæki sem þeir hafa ekki lengur trú á og tengja við spillingu. Enginn ímyndarsérfræðingur er líklegur til að geta breytt því, hversu öflugur sem hann annars er.“

Segir hún í niðurlagi pistilsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“