fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Leynileg upptaka Samherja af Helga Seljan verður opinberuð – „Þú mátt ekki segja þeim frá þessu“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 10. ágúst 2020 11:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útgerðarfyrirtækið Samherji ætlar á morgun að birta fyrsta þátt af nýjum þáttum sem fyrirtækið hefur látið vinna um ásakanir um mútugreiðslur og arðrán fyrirtækisins í Namibíu. Fyrsta stiklan fyrir þættina hefur verið birt á YouTube-rás Samherja og má þar sjá fréttamanninum Helga Seljan bregða fyrir.

Helgi Seljan fjallaði í fréttaskýringarþættinum Kveik um ýmis meint brot sem dótturfyrirtæki Samherja hefði framið úti í Namibíu og var því haldið fram að slíkt hafi verið gert með samþykki og vitund forstjóra Samherja, Þorsteins Más Baldvinssonar.

Nú hefur Samherji ákveðið að snúa vörn í sókn og birta „sína hlið“ af Samherjamálinu. Í stiklunni er birt klippa sem er sögð úr leynilegri upptöku af Helga Seljan. Má þar heyra Helga meðal annars segja:

„Þú mátt ekki segja þeim frá þessu sem ég sagði við þig á fundinum um allt saman […] Ég verð að treysta því“

og einnig:

„Ég held að það hafi verið þannig sem ég gerði það. Af því að ég gat ekki fengið neinn til að staðfesta fyrir mér“

Greinilegt er að Samherji hefur trú á þessari væntanlegu þáttaröð því stiklunni líkur með fyrirmælunum:

„FYLGIST MEÐ Á MORGUN“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið