fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Enn eykst kaupmáttur – Mikilvægt að verja árangur síðustu ára segir fjármálaráðherra

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. ágúst 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðað við það sem kemur fram í tölum frá Hagstofunni jókst kaupmáttur frá júní 2019 til júní 2020. Á þessu tíma hækkaði launavísitalan um 7% en á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 2,6%. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að verkefni ríkisstjórnarinnar sé að verja kaupmátt fólks í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Bjarna að varnarbarátta sé fram undan.

„Það er alveg ljóst að öll ytri merki eru núna um að við erum komin í varnarbaráttu fyrir þessari góðu stöðu. Það er að segja að verkefnið fram undan er að verja þann kaupmátt sem við höfum skapað.“

Þróun kaupmáttar hefur verið í þessa átt á undanförnum árum og því ekki um neitt einsdæmi að ræða. Morgunblaðið hefur eftir Bjarna að ekki sé annað en hægt að gleðjast yfir að tekist hafi að halda aftur af verðbólgunni  á sama tíma og samið hefur verið um kauphækkanir.

Aðspurður sagði Bjarni að staðan núna vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar muni setja svip sinn á fjárlögin og ekki bara þau:

„Fyrstu viðbrögð ríkisstjórnarinnar hafa meðal annars litast af þessu. Við erum að taka mikinn efnahagssamdrátt beint í fangið og ákváðum að setja alla sjálfvirku sveiflujafnarana í botn. Við erum að reka ríkissjóð með 300 milljarða halla til þess að halda lífi í hagkerfinu og verja störfin. Þetta er sú efnahagsstefna sem við höfum ákveðið að beita við þessum óvæntu erfiðu aðstæðum. Það er öllum ljóst að við getum ekki gert það endalaust ef hagkerfið tekur ekki við sér, en við teljum að þetta sé sú leið sem er líklegust til þess að örva og halda utan um stöðuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“