fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Eyjan

Fasteignagjöld hafa aldrei verið hærri

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. júní 2020 08:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aldrei fyrr hafa fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði verið eins há og á þessu ári og næsta. Á sama tíma er tekist á við dýpstu niðursveiflu í 100 ár. Fyrirtæki munu greiða 28 milljarða í fasteignagjöld á þessu ári og sömu upphæð á næsta ári. Frá 2015 hafa skattar hækkað um tæplega 50% að raunvirði og 20% frá 2018 þegar niðursveiflan í efnhagslífinu hófst.

Þetta kemur fram í greiningu Samtaka iðnaðarins. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag.

„Það þarf að bregðast skjótt við vaxandi skattheimtu sveitarfélaga í ljósi þess hve niðursveiflan er djúp. Lækkun fasteignagjalda mun hjálpa til við að draga úr þessari djúpu niðursveiflu, verja fyrirtæki og leiða til þess að atvinnurekendur geti haft fleiri í vinnu. Sveitarfélögin geta ekki verið stikkfrí í hagstjórninni. Allir þurfa að leggja hönd á plóg.“

Hefur Fréttablaðið eftir Ingólfi Bender, aðalhagfræðingi Samtaka iðnaðarins. Samkvæmt greiningunni munu fyrirtæki greiða rúmlega 1% af landsframleiðslu í fasteignaskatta til sveitarfélaga á þessu ári. Fyrir fimm árum var þessi skattheimta 0,7%. Þessi skattheimta er há í erlendum samanburði en í iðnvæddum ríkjum heims er meðaltalið tæplega 0,4%.

Haft er eftir Ingólfi að það sé verkefni hins opinbera og Seðlabankans að draga úr niðursveiflunni og styrkja viðspyrnu hagkerfisins með því að draga úr álögum, auka útgjöld, lækka stýrivexti og auka útlánagetu bankakerfisins.

„Sveitarfélög eru stór þáttur af umsvifum hins opinbera. Þau þurfa að aðstoða heimili og fyrirtæki við að takast á við efnahagsáfallið. Hærri fasteignaskattar gera hið gagnstæða.“

Er haft eftir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna: Hef ekki áhyggjur af fjölskyldutengslum við útgerðina í landinu

Áslaug Arna: Hef ekki áhyggjur af fjölskyldutengslum við útgerðina í landinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Þetta kostar krónan okkur

Sigmundur Ernir skrifar: Þetta kostar krónan okkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun: Hvern vilt þú sjá sem næsta borgarstjóra Reykjavíkur?

Könnun: Hvern vilt þú sjá sem næsta borgarstjóra Reykjavíkur?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór: Gímaldið er stærðar kjötvinnsla en ekki lítill skúr – hvernig gat þetta gerst?

Guðlaugur Þór: Gímaldið er stærðar kjötvinnsla en ekki lítill skúr – hvernig gat þetta gerst?