fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Ætlar ekki í framboð fyrir Miðflokkinn – „Hef engan áhuga“

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 5. júní 2020 12:00

Guðmundur Franklín

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í könnun Þjóðarpúls Gallup á dögunum fékk forsetaframbjóðandinn Guðmundur Franklín Jónsson 10% stuðning fólks meðan sitjandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson fékk 90%. Er þetta fyrsta vísindalega könnunin sem gerð er vegna forsetakosninganna.

Athygli vakti að Guðmundur, sem segist óflokkspólitískur, fékk í könnuninni langmestan stuðning frá þeim kjósendahópi sem segist styðja Miðflokkinn að málum, eða alls 55% þeirra.

Það er eini hópurinn þar sem Guðmundur fær yfir 50% stuðning.

Hann mælist með 24% stuðning þeirra sem fylgja Flokki fólksins og Sósíalistaflokknum að máli, en ekki var gefin upp nákvæm skipting milli þeirra flokka í könnun Gallup.

Engin áhugi

Eyjan spurði Guðmund hvort hann sæi fyrir sér pólitískan feril innan Miðflokksins í ljósi þessarar niðurstöðu, nái hann ekki kjöri í forsetakosningunum:

„Það er nú dálítið gaman að heyra þetta, ég hafði ekki skoðað niðurstöðurnar. En ég ætla ekki að fara í framboð fyrir Miðflokkinn, ég er ekki að fara í pólitík, ég hef engan áhuga á því. Það er mjög erfitt að breyta einhverju í gegnum Alþingi. Og ég hef engan áhuga á því,“

sagði Guðmundur og nefndi að hann væri þverpólitískur, vildi ná til stuðningsmanna allra flokka.

Ekki hlotið brautargengi

Guðmundur hefur reynt fyrir sér í pólitík, með litlum árangri. Hann var stofnandi og formaður Hægri-Grænna sem bauð fram í Alþingiskosningum árið 2013, en reyndist ekki kjörgengur þar sem hann var búsettur erlendis. Hlaut flokkurinn 3.262 atkvæði, eða 1,7 % og var hann lagður niður árið 2016.

Þá bauð Guðmundur sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir þingkosningar 2016, án árangurs. Sama ár bauð hann sig fram til forseta Íslands, en dró framboðið til baka þegar Ólafur Ragnar hætti við að hætta.

Guðmundur sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum í fyrra og hefur síðan tekið virkan þátt í baráttuhópnum Orkan okkar sem barðist gegn þriðja orkupakkanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund