fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Eyjan

Guðni segist afar þakklátur – Skýr vilji þjóðarinnar um að halda áfram á sömu braut

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. júní 2020 12:42

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er á fararfæti þetta sumarið með Elízu konu sinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi við fréttamann RÚV í aukafréttatíma stöðvarinnar í hádeginu. Þar sagði Guðni að hið mikla fylgi, sem hann fékk, sé gott veganesti og staðfesting á að fólk sé ánægt með hvernig hann hefur sinnt embættinu. Þetta sé vísbending um ánægju fólks og staðfesting á vilja þjóðarinnar um að hann haldi áfram á sömu braut. Íslendingum þyki vænt um embættið og vilji sýna því virðingu.

Hann sagðist einnig ánægður með hversu margir nýttu sér kosningarétt sinn því á brattanna hafi verið að sækja. Skoðanakannanir og andinn í samfélaginu hafi bent til að úrslitin væru ráðin fyrir kosningarnar og hafi kjörsóknin verið góð í því ljósi. Að ógleymdum heimsfaraldri kórónuveiru.

Hann sagði að úrslitin sýni að landsmenn vilji að hefðir og venjur séu virtar þegar forsetinn á í hlut og að sá eða sú sem situr hverju sinni á Bessastöðum hafi þeim skyldum að gegna að efla og styrkja það sem sameinar okkur, leitast við að hlusta á öll sjónarmið í samfélaginu og vera fastur fyrir þegar við á og geta tekið í taumana ef þörf krefur. Forsetinn þurfi að vera reiðubúinn til að stíga inn á hið pólitíska svið og taka í taumana þegar nauðsyn krefur en vera utan hins pólitíska sviðs frá degi til dags. Þar vísaði hann til hlutverks forsetans við stjórnarmyndanir og réttar hans til að synja lögum staðfestingar.

„Þetta er réttur sem hefur verið virkur og ber að horfa til þegar ótvíræður vilji er til þess í hugum kjósenda að forseti stígi inn með þeim hætti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður