Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi, skilaði inn framboði sínu til dómsmálaráðuneytisins nú seinnipartinn. Rennur framboðsfresturinn út á miðnætti.
Guðmundur sagði við Eyjuna að hann vissi ekki hversu margar undirskriftir hann hafi fengið, en þær ættu að duga:
„Þetta er miklu meira en nóg. Það bættist alltaf endalaust við og ég er afar ánægður með þetta allt saman, það hefur verið frábær þáttaka. Síðan eru rafrænu meðmælalistarnir bara bónus,“
sagði Guðmundur.
Guðni Th. Jóhannesson skilaði einnig inn framboði sínu fyrr í dag, en báðir hafa fengið vottorð frá yfirkjörstjórnum allra fjórðunga um að meðmælalistar þeirra séu gildir.
Enginn annar forsetaframbjóðandi skilaði inn meðmælendalistum í öllum kjördæmum og því ljóst að valið mun standa á milli Guðna og Guðmundar þann 27. júní.
Brekkan er nokkuð brött fyrir Guðmund, svona sögulega séð, því enginn hefur velt sitjandi forseta úr embætti hingað til.