Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið sem skýrir frá niðurstöðunum í dag.
Þegar spurt var um viðskipti við erlend fyrirtæki, til dæmis netverslanir, sögðust 48 prósent ætla að versla minna við erlend fyrirtæki og 48 prósent sögðust ætla að versla meira við erlend fyrirtæki. Fjögur prósent sögðust reikna með að versla meira við erlend fyrirtæki.
„Þetta er ánægjuleg niðurstaða og kemur mér ekki á óvart. Það er ánægjulegt að fá það staðfest að þegar á reynir er tryggð neytenda við innlend fyrirtæki.“
Hefur Fréttablaðið eftir Andrési Magnússyni, framkvæmdastjóra verslunar og þjónustu, um niðurstöðurnar. Hann sagði þetta í takt við þá tilfinningu sem samtökin hafi og falli vel að áherslum stjórnvalda og atvinnulífsins um innlenda verslun.
Auglýsingaherferð fór af stað um helgina þar sem neytendur eru hvattir til að beina viðskiptum sínum í eins miklum mæli og þeir geta til innlendra fyrirtækja.