fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Rúmlega 4.000 manns sagt upp í hópuppsögnum í apríl

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. apríl 2020 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls var 4.210 manns sagt upp störfum í 51 hópuppsögn í apríl. Þar af eru 2.140 starfsmenn Icelandair. Mikill meirihluti fyrirtækjanna er í ferðaþjónustunni.

Þetta hefur mbl.is eftir Unni Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar. Hún sagði að hugsanlega muni eitthvað aðeins bætast við þessar tölur en betur verður farið yfir það eftir helgi.

Haft er eftir Unni að þessi fjöldi komi ekki á óvart miðað við þá stöðu sem uppi er. Ekki komi á óvart að ferðaþjónustufyrirtækin reyni að draga eins mikið úr rekstrarkostnaði og hægt er.

Um 18 þúsund manns eru nú skráðir atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun og 37 þúsund í minnkuðu starfshlutfalli. Þeir sem fengu uppsagnarbréf nú í apríl fara ekki á atvinnuleysisskrá fyrr en í ágúst en Unnur sagðist vonast til að það rætist úr ástandinu og þetta fólk lendi ekki allt á atvinnuleysisskrá.

Stofnunin verður að dreifa greiðslum bóta á nokkra daga vegna hins mikla álags en um 55 þúsund manns fá greitt frá stofnuninni nú um mánaðarmótin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?