Þetta hefur mbl.is eftir Unni Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar. Hún sagði að hugsanlega muni eitthvað aðeins bætast við þessar tölur en betur verður farið yfir það eftir helgi.
Haft er eftir Unni að þessi fjöldi komi ekki á óvart miðað við þá stöðu sem uppi er. Ekki komi á óvart að ferðaþjónustufyrirtækin reyni að draga eins mikið úr rekstrarkostnaði og hægt er.
Um 18 þúsund manns eru nú skráðir atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun og 37 þúsund í minnkuðu starfshlutfalli. Þeir sem fengu uppsagnarbréf nú í apríl fara ekki á atvinnuleysisskrá fyrr en í ágúst en Unnur sagðist vonast til að það rætist úr ástandinu og þetta fólk lendi ekki allt á atvinnuleysisskrá.
Stofnunin verður að dreifa greiðslum bóta á nokkra daga vegna hins mikla álags en um 55 þúsund manns fá greitt frá stofnuninni nú um mánaðarmótin.