fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Ríkisstjórnin vill ábyrgjast lán til Icelandair

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. apríl 2020 18:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í dag að ábyrgjast lán til Icelandair. Ábyrgði er háð því að félaginu takist að auka hlutafé sitt. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að með þessari aðgerð og aðstoð við greiðslu launa í uppsagnarfresti nemi stuðningur ríkisins við Icelandair milljörðum króna.

RÚV skýrir frá þessu. Fundur ríkisstjórnarinnar stóð yfir í nokkrar klukkustundir í dag, þó með hléum. Að fundi loknum sagði Bjarni að ákveðið hefði verið að bregðast jákvætt við beiðni Icelandair um aðstoð.

„Við höfum á þessu stigi ákveðið að bregðast við með jákvæðum hætti við þeirri almennu ósk. Síðan er það frekara úrvinnsluatriði hvaða skilmálar kynnu að vera fyrir því.“

Hefur RÚV eftir Bjarna sem sagði að það væri síðan úrvinnsluatriði að ákveða hvaða form verður á aðstoðinni.

RÚV segir að fullyrt hafi verið að Icelandair þurfi að afla sér 22 til 29 milljarða króna og auka þannig hlutafé sitt.

Aðspurður sagði Bjarni ómögulegt að segja til um hversu mikil aðstoð ríkisins við Icelandair verður í krónum talið en ljóst sé að um háar upphæðir sé að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður og Jón gera grín að dramanu í Samfylkingunni

Þorgerður og Jón gera grín að dramanu í Samfylkingunni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Á hvaða plani er PLAN Samfylkingarinnar? Er ætlunin að leysa Vinstri græna af hólmi?

Orðið á götunni: Á hvaða plani er PLAN Samfylkingarinnar? Er ætlunin að leysa Vinstri græna af hólmi?