Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Þórdísi að Ferðamálastofa ætli að reyna að ná til sem flestra með þessu.
„Það er einfaldlega þannig að samfélagsmiðlar eru öflugt tæki til þess. Ég geri enga athugasemd við að Ferðamálastofa nýti þessar leiðir eins og aðrar.“
Er haft eftir henni. Hún benti einnig á að einnig verði auglýst í innlendum miðlum.
Haft er eftir Bjarna að það hafi reynst ódýrt að koma skilaboðum til margra í gegnum samfélagsmiðla en þessi leið megi þó ekki taka yfir.
„Það væri vandamál ef við færum alfarið úr íslenskum fjölmiðlaheimi yfir á samfélagsmiðla með öll samskipti við borgara vegna þess að það myndi grafa undan tilveru fjölmiðla, sem væri skrítið að við gerðum á sama tíma og við erum að styðja þessa sömu miðla. En einhvers konar blanda við nýtingu ólíkra boðleiða til fólks gæti komið til greina.”
Er haft eftir honum. Hann benti einnig á að engin miðlæg ákvörðun hafi verið tekin um hvernig þessum málum verður háttað, það sé í valdi stofnana að ákveða hvernig þær haga auglýsingamálum sínum.
„Það er engin skýr samræmd stefna sem hefur verið mótuð en mér fyndist það allrar umræðu vert, að taka þetta fyrir á vettvangi ríkisstjórnar.“
Er haft eftir Katrínu.