fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Ferðamálastofa ætlar að auglýsa á samfélagsmiðlum – Engin samræmd ákvörðun tekin í ríkisstjórn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. apríl 2020 07:43

Ferðamenn sem margir hverjir nýta sér þjónustu leiðsögumanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamálastofa ætlar að hvetja landsmenn til að ferðast innanlands í sumar og ætlar meðal annars að auglýsa á erlendum samfélagsmiðlum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, telur ekkert athugavert við að auglýst verði á erlendum samfélagsmiðlum. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir það vandamál ef samskipti stjórnvalda við almenning færist alfarið yfir á samfélagsmiðla og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að vert sé að móta stefnu í þessum málaflokki.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Þórdísi að Ferðamálastofa ætli að reyna að ná til sem flestra með þessu.

„Það er einfaldlega þannig að samfélagsmiðlar eru öflugt tæki til þess. Ég geri enga athugasemd við að Ferðamálastofa nýti þessar leiðir eins og aðrar.“

Er haft eftir henni. Hún benti einnig á að einnig verði auglýst í innlendum miðlum.

Haft er eftir Bjarna að það hafi reynst ódýrt að koma skilaboðum til margra í gegnum samfélagsmiðla en þessi leið megi þó ekki taka yfir.

„Það væri vandamál ef við færum alfarið úr íslenskum fjölmiðlaheimi yfir á samfélagsmiðla með öll samskipti við borgara vegna þess að það myndi grafa undan tilveru fjölmiðla, sem væri skrítið að við gerðum á sama tíma og við erum að styðja þessa sömu miðla. En einhvers konar blanda við nýtingu ólíkra boðleiða til fólks gæti komið til greina.”

Er haft eftir honum. Hann benti einnig á að engin miðlæg ákvörðun hafi verið tekin um hvernig þessum málum verður háttað, það sé í valdi stofnana að ákveða hvernig þær haga auglýsingamálum sínum.

„Það er engin skýr samræmd stefna sem hefur verið mótuð en mér fyndist það allrar umræðu vert, að taka þetta fyrir á vettvangi ríkisstjórnar.“

Er haft eftir Katrínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”