fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Ágreiningur um Icelandair meðal stjórnarliða – „Ekkert pláss fyrir neina feimni eða frjálshyggju í dulargervi“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 27. apríl 2020 16:30

Rósa Björk Brynjólfsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, vill að ríkið komi Icelandair til bjargar ef aðstæður kalli á. Sá stuðningur þyrfti hinsvegar að vera háður skilyrðum. Þetta segir hún á Facebook í dag og gagnrýnir orð Óla Björns Kárasonar á RÚV í gær, sem vildi ekki að ríkið tæki þátt í rekstri flugfélags, en að ríkið gæti þó veitt því lán:

„Seint munum við Óli Björn vera sammála um afskipti ríkisins af efnahagsmálum og kemur það því engum á óvart að ég ósammála yfirlýsingum hans um að hann sé á móti því að ríkið taki þátt í rekstri Icelandair við þessar aðstæður,“

segir Rósa Björk.

Frjálshyggja í dulargervi

Hún segir leiðina sem Óli vill fara vera eiginlegan ríkisstyrk án skilyrða:

„Reyndar er hann mjög óskýr í sínum orðum og vill ekki að ríkið taki þátt í rekstri félagsins en að það sé í lagi að ríkið styðji við það með lánum með þeim skilyrðum að aðrir hluthafar láni fyrirtækinu líka og að ríkið eigi að greiða laun starfsmanna í uppsagnarfresti. Þessar tillögur eru í raun ríkisstyrkur en án allra skilyrða !! Nema auðvitað til að tryggja hag hinna hluthafanna í fyrirtækinu…sem eiga skv. Óla Birni að lána EF rikið lánar. Á svona tímum er ekkert pláss fyrir neina feimni eða frjálshyggju í dulargervi þegar kemur að ríkisafskiptum af stórum og þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum á borð við Icelandair.“

Græn skilyrði

Rósa vísar í að önnur ríki hafi komið flugfélögum til aðstoðar á liðnum dögum, eins og Air France í Frakklandi og KLM í Hollandi. En ef hlaupa eigi undir bagga með Icelandair, þurfi það að vera háð grænum skilyrðum:

„Það er ljóst að Icelandair er þjóðhagslega mikilvægt fyrirtæki fyrir Ísland en líka mikilvægt þjóðaröryggislega vegna landfræðilegrar legu okkar og smæðar. Störf hlaupa á þúsundum og bein afleidd störf má telja í hundruðum. Það er því hagur ríkisins að leggja til stuðning EF þarf. En það er gríðarlega mikilvægt að ef svoleiðis ákvarðanir verði teknar, séu þær gerðar með hag umhverfisins í huga og línurnar verði skýrar um ábyrga, siðferðislega starfshætti til hagsbóta fyrir launafólkið og starfsfólk en ekki sé eingöngu hugsað um hluthafana. EF ríkið ætlar að aðstoða þetta fyrirtæki við að halda velli, skulum við gera það vel. Gera það með skýrum, grænum skilyrðum og skilyrðum um að afnema hvers kyns bónusa, arðgreiðslur og hálaunastefnu stjórnenda. Ef ríkisstjórnir annarra ríkja geta þetta, getum við það.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur