fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
EyjanNeytendur

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 24. apríl 2020 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verð í matvöruverslunum hefur í mörgum tilfellum hækkað umtalsvert síðan í febrúar en miklar verðhækkanir er að finna í flestum vöruflokkum. Mörg dæmi eru þó einnig um að verð lækki eða standi í stað milli mánaða. Þetta sýnir samanburður á verðkönnunum verðlagseftirlits ASÍ dagana 18. febrúar og 21. apríl 2020. Þær verslanir sem samanburðurinn nær til eru Bónus, Krónan, Hagkaup, Nettó, Fjarðarkaup, Iceland, Kjörbúðin, Heimkaup.is og Netto.is.

Því er ljóst að mikil hreyfing er á verði á markaði, bæði til hækkunar og lækkunar. Mestar verðhækkanir eru á ávöxtum og grænmeti en þurrvara, brauð og kex og dósamatur hefur einnig í mörgum tilvikum hækkað mikið. Verð lækkar þó einnig í ýmsum vöruflokkum, m.a. á mjólkurvörum og hreinlætisvörum, samkvæmt tilkynningu frá ASÍ.

Ef verð í öllum verslunum á þeim vörum sem voru kannaðar er skoðað, má sjá að verð hækkar í 65% tilfella en lækkar í 35% tilfella. Algengast er að verðhækkanir séu um eða undir 5% eða í 38% tilvika en í 25% tilvika eru verðhækkanir yfir 5%.

Miklar verðlækkanir í Iceland
Í könnuninni má sjá töluverðar verðhækkanir í flestum verslunum en oftast í Krónunni, Bónus, Fjarðarkaup og Hagkaup auk þess sem verð lækkar sjaldnast í þeim verslunum. Miklar verðlækkanir voru hins vegar hjá Iceland en í 85% tilfella lækkaði verð þar en í mörgum tilfellum er um verulegar verðlækkanir að ræða. Þá lækkaði verð einnig í mörgum tilfellum í Kjörbúðinni.

Í Hagkaup, Krónunni, Bónus og Fjarðarkaupum hækkaði verð oftast yfir 5% auk þess sem verðlækkanir voru færri en í öðrum verslunum eða í um 10% tilvika.

Athygli vekur að verð lækkar mikið í öllum vöruflokkum í Iceland milli mælinga og er algengt að verð lækki um um 15-20% og í einhverjum tilfellum enn meira. Í mörgum tilfellum lækkar verð einnig í Kjörbúðinni þó einstaka vörur hækki milli mælinga. Í Nettó og á Netto.is lækkar verð í um 40% tilfella en hækkar einnig töluvert í mörgum tilfellum. Svipaða sögu er að segja um Heimkaup.

Þurrvörur og dósamatur hækkar mest en mjólkurvörur lækka
Miklar verðhækkanir má finna í nær öllum vöruflokkum en í mörgum tilfellum lækkar verð einnig. Mestar verðhækkanir eru á brauði, kexi, snakki, pakkamat, bökunarvöru og öðrum þurrvörum ásamt dósamat og sósum en nokkuð algengt er að þessar vörur hækki um 10-20%. Þá hækka kjötvörur einnig í einhverjum tilfellum en standa í stað í öðrum tilfellum. Mestar hækkanir eru þó á ávöxtum og grænmeti og má í mörgum tilfellum sjá um eða yfir 50% verðhækkanir í þeim vöruflokki.

Þó finna megi dæmi um smávægilegar verðhækkanir lækka mjólkurvörur í verði í um helmingi tilfella. Drykkjarvara hækkar oftast lítið eða stendur í stað þó finna megi dæmi um miklar hækkanir á einhverjum vörum. Hreinlætisvörur lækka í verði í 45% tilfella og í einhverjum tilvikum nokkuð mikið en miklar verðhækkanir má þó einnig finna í þeim vöruflokki eins og öðrum. Sama má segja um verð á frosnum vörum sem lækkar í mörgum tilfellum þó verðhækkanir eigi sér einnig stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
22.03.2020

Þetta er réttur neytenda í heimsfaraldri COVID-19

Þetta er réttur neytenda í heimsfaraldri COVID-19
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
Neytendur
26.01.2020

Þetta áttu ekki að gera í atvinnuviðtali

Þetta áttu ekki að gera í atvinnuviðtali
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
20.06.2019

Hefur þú tekið smálán? – Framkvæmdu þessi 3 skref til að vernda hagsmuni þína

Hefur þú tekið smálán? – Framkvæmdu þessi 3 skref til að vernda hagsmuni þína
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“
EyjanNeytendur
19.04.2019

Umfelgunarkostnaður getur numið tugum þúsunda

Umfelgunarkostnaður getur numið tugum þúsunda